Íslenski boltinn

Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu

Einar Kárason skrifar
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, fyrir miðju.
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, fyrir miðju. VÍSIR/ELÍN BJÖRG

„Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks.

„Við töluðum um að vinna fyrsta skallabolta, fyrstu tæklingu og annað en vorum komnar undir eftir eina mínútu. Geggjað að koma til baka og klára þennan leik örugglega.“

Breiðablik rúllaði yfir Fylki í fyrsta leiknum en ÍBV bitu frá sér í kvöld.

„Mér leið vel allan leikinn. Þetta leit ekki vel út þá en við erum með alvöru stelpur sem tóku vel á Blikunum. Það hjálpar gríðarlega að koma inn þessu síðasta marki fyrir hálfleik eftir að Olga [Selcova] fékk réttilega rautt spjald.“

Skipulagið í seinni hálfleik gekk ansi vel hjá ÍBV-liðinu.

„Við breyttum aðeins í hálfleik. Við vildum halda framherjanum okkar uppteknum á aftasta varnarmanni og teygja aðeins á þeim svo þær gætu ekki haldið okkur við okkar teig allan seinni hálfleikinn. Það gekk nokkuð vel,“ sagði Andri. „Með örlítið meiri yfirvegun hefðum við getað gert meira í seinni hálfleik.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.