Íslenski boltinn

Guðmundur Andri kominn til Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Andri Tryggvason í baráttu við Guðmund Kristjánsson í bikarúrslit Víkings og FH 2019.
Guðmundur Andri Tryggvason í baráttu við Guðmund Kristjánsson í bikarúrslit Víkings og FH 2019. vísir/vilhelm

Guðmundur Andri Tryggvason hefur fengið félagaskipti frá Start í Noregi og til Vals.

Hann hefur verið orðaður við Val síðustu daga en Valsmenn hafa lítið viljað tjá sig um þann orðróm.

Guðmundur Andri er búinn að fá félagaskipti til Vals samkvæmt heimasíðu KSÍ. Hann fær leikheimild á morgun. Næsti leikur Vals er gegn FH í Kaplakrika á sunnudagskvöldið.

ksí

Guðmundur Andri lék síðast á Íslandi með Víkingi sumarið 2019. Hann skoraði þá sjö mörk í sextán leikjum í Pepsi Max-deildinni og varð bikarmeistari með Víkingum.

Guðmundur Andri, sem er 21 árs, er uppalinn hjá KR. Hann hefur alls leikið 34 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað átta mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.