25 í valnum eftir eina mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Ríó Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2021 23:26 Fjölmargir þungvopnaðir lögregluþjónar komu að atlögunni. EPA/Andre Coelho Minnst einn lögregluþjónn og 24 meintir glæpamenn eru látnir eftir mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Brasilíu gegn glæpagengi um árabil. Atlagan beindist gegn fíkniefnasmyglurum í einu af fátækrahverfum Ríó de Janeiro, sem kallast Jacarezinho og réðust þungvopnaðir lögregluþjónar til atlögu á brynvörðum bílum og þyrlum. Um 40 þúsund íbúar hverfisins þurftu að leita sér skjóls undan skothríðinni á heimilum sínum. Minnst sex voru handteknir og lögreglan segir hald hafa verið lagt á skammbyssur, riffla, hríðskotabyssur, handsprengjur og haglabyssur. Lögreglan lagði hald á fjölda vopna.EPA/Andre Coelho AP fréttaveitan segir sömuleiðis vopnaða glæpamenn hafa reynt að flýja á þökum bygginga hverfisins. Ein kona sem býr í hverfinu sagði lögregluþjóna hafa skotið særðan og bjargarlausan mann til bana, eftir að hann leitaði skjóls á heimili hennar. Talsmaður lögreglunnar neitaði því þó á blaðamannafundi eftir atlöguna og sagði alla þá sem féllu hafa ógnað lífum lögregluþjóna. Hann sagði gengið sem stjórnaði hverfinu hafa verið að fá táninga til að ræna lestir og fremja aðra glæpi. Reuters hefur eftir lögreglunni að leiðtogi gengisins hafi verið felldur. Þá segja báðar fréttaveitur að lögregluaðgerðin sé meðal þeirra mannskæðustu sem hafi verið framkvæmdar í Ríó. Árið 2005 hafi 29 manns fallið í skotbardaga í öðru fátækrahverfi. Árið 2007 féllu nítján í enn einni aðgerð. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja nauðsynlegt að rannsaka aðgerðir lögreglu og misbeitingu valds lögregluþjóna. Samtökin segja lögregluþjóna í Ríó hafa skotið minnst 453 til bana á fyrstu þremur mánuðum ársins og minnst fjórir lögregluþjónar hafi fallið á sama tímabili. Hér að neðan má sjá myndefni nokkurra miðla frá Brasilíu í dag. Brasilía Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira
Um 40 þúsund íbúar hverfisins þurftu að leita sér skjóls undan skothríðinni á heimilum sínum. Minnst sex voru handteknir og lögreglan segir hald hafa verið lagt á skammbyssur, riffla, hríðskotabyssur, handsprengjur og haglabyssur. Lögreglan lagði hald á fjölda vopna.EPA/Andre Coelho AP fréttaveitan segir sömuleiðis vopnaða glæpamenn hafa reynt að flýja á þökum bygginga hverfisins. Ein kona sem býr í hverfinu sagði lögregluþjóna hafa skotið særðan og bjargarlausan mann til bana, eftir að hann leitaði skjóls á heimili hennar. Talsmaður lögreglunnar neitaði því þó á blaðamannafundi eftir atlöguna og sagði alla þá sem féllu hafa ógnað lífum lögregluþjóna. Hann sagði gengið sem stjórnaði hverfinu hafa verið að fá táninga til að ræna lestir og fremja aðra glæpi. Reuters hefur eftir lögreglunni að leiðtogi gengisins hafi verið felldur. Þá segja báðar fréttaveitur að lögregluaðgerðin sé meðal þeirra mannskæðustu sem hafi verið framkvæmdar í Ríó. Árið 2005 hafi 29 manns fallið í skotbardaga í öðru fátækrahverfi. Árið 2007 féllu nítján í enn einni aðgerð. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja nauðsynlegt að rannsaka aðgerðir lögreglu og misbeitingu valds lögregluþjóna. Samtökin segja lögregluþjóna í Ríó hafa skotið minnst 453 til bana á fyrstu þremur mánuðum ársins og minnst fjórir lögregluþjónar hafi fallið á sama tímabili. Hér að neðan má sjá myndefni nokkurra miðla frá Brasilíu í dag.
Brasilía Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira