Erlent

Moderna með 96 prósent virkni fyrir unglinga

Snorri Másson skrifar
Hvergi hefur bóluefni við Covid-19 verið heimilað fyrir ungmenni yngri en 16 ára.
Hvergi hefur bóluefni við Covid-19 verið heimilað fyrir ungmenni yngri en 16 ára. Charlie Riedel/AP

Bóluefni Moderna við Covid-19 hefur 96 prósent virkni í hópi 12-17 ára, samkvæmt niðurstöðum úr öðru stigi tilrauna með efnið í þessum aldurshóp. 

Enn hefur enginn undir 16 ára verið bólusettur í Bandaríkjunum, ekki frekar en í Evrópu, en Pfizer hlýtur líklega bráðaleyfi frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna ekki síðar en í næstu viku.

Tilraunir Moderna með bóluefnið tóku til 3.200 þátttakenda og innan þess hóps kom til sýkingar innan við 14 daga eftir bólusetningu. Þau tilfelli voru 12 talsins.

Um þriðjungur Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni með Covid-19 en allir eru þeir að minnsta kosti eldri en 16 ára. 

Rætt hefur verið um að breska afbrigði veirunnar, sem hefur riðið húsum hér á landi á síðustu mánuðum, sé öllu skeinuhættari börnum en önnur afbrigði hingað til. 

Afbrigðið er einnig meira smitandi, sem hefur verið talið til sem ástæða þess að sífellt brýnni nauðsyn beri nú til að bólusetja einnig þennan yngsta hóp. 


Tengdar fréttir

Börn niður í tólf ára fá bólu­efni Pfizer

Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×