Innlent

Svan­dís bólu­sett: „Þetta er smá eins og söng­leikur, allt svo vel skipu­lagt“

Atli Ísleifsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var mjög ánægð með skipulagið í Laugardalshöllinni í morgun.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var mjög ánægð með skipulagið í Laugardalshöllinni í morgun. vísir/vilhelm

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann.

Hún sagðist ekki vera stressuð áður en hún fékk sprautuna. „Nei , mér finnst þetta bara svo stórkostlegt að við skulum vera að gera þetta. […] Þetta er stórt skref fyrir allt þetta fólk. Þetta er stórt skref fyrir Ísland að við skulum vera í svona góðum gangi með bólusetningar. Það er bara frábært,“ sagði Svandís.

„Mér finnst þetta bara svo magnað. Einstakt að vera hérna með stuðtónlist hérna. Það á svo vel við. Þetta sem smá eins og söngleikur. Allt svo vel skipulagt. Gengur svo vel. Stórkostlegt hvað er vel haldið utan um þetta,“ sagði Svandís.

Þúsundir manna hafa eða munu leið sína í Laugardalshöllina í dag, en stefnt er að því að bólusetja um 14 þúsund manns með bóluefni AstraZeneca í dag. Er um stærsta bólusetningadaginn að ræða til þessa.


Tengdar fréttir

„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir sam­fé­lagið allt“

„Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×