„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2021 10:13 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. Bólusett er með AstraZeneca í dag og er um að ræða stærsta bólusetningardaginn til þessa. Guðni segir að sér þyki hafa tekist alveg einstaklega vel til við bólusetningarnar. „Mér finnst við sjá hér í hnotskurn hvernig það gerist að okkur tekst að vinna bug á þessum vágesti. Ég man svo vel eftir óttanum, áhyggjunum, uggnum fyrir rúmu ári. „Hvað er að gerast? Hvernig mun okkur takast að bregðast við?“ Nú höfum við séð hér í sameiningu mátt samvinnu, mátt vísindanna og almenna skynsemi Íslendinga.“ Vísir/Vilhelm Lífið allt útreiknuð áhætta Forseti segist hafa verið spurður að því áður hvort að hann vildi ekki ganga á undan með góðu fordæmi, fá bóluefni á undan fjöldanum og sýna fólki fram á að nú þyftum við öll að láta bólusetja okkur. „Þess þurfti bara ekki. Íslendingar upp til hópa eru skynsamt fólk. Þeim hefur tekist að vega og meta áhættu sem fylgir því að láta bólusetja sig sem er svo agnarsmá að niðurstaðan er augljós. Allt okkar líf er útreiknuð áhætta og nú fagna ég því að fá bóluefni sem ver mig og samfélagið allt gegn þessum vágesti. Svona mun okkur takast að hafa betur. Þannig að ég er bara kátur og reifur.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Ferðast innanlands Guðni segir að þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á hans plön í sumar. Fjölskyldan fari hægt og rólega inn í sumarið og þau sjái fyrir sig að ferðast innanlands í sumar. „Auðvitað er það samt þannig að þegar okkur hefur tekist að bólusetja sem flesta þá er okkur fleiri vegir færir.“ Vísir/Vilhelm Guðni sagði jafnframt frá því að hann hafi fylgst með blöndun bóluefnisins í morgun og sagðist heillaður af skipulaginu þar og í sjálfum bólusetningarsalnum. „Þar er fólk sem er ekki eins mikið í sviðsljósinu en vinnur nauðsynlegan þátt þessa starfs alls saman. Enn ein sönnun þess að það eru margar hendur sem vinna þetta verk og engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og það er hvergi veikan blett að finna í þessari keðju,“ segir Guðni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12 Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Bólusett er með AstraZeneca í dag og er um að ræða stærsta bólusetningardaginn til þessa. Guðni segir að sér þyki hafa tekist alveg einstaklega vel til við bólusetningarnar. „Mér finnst við sjá hér í hnotskurn hvernig það gerist að okkur tekst að vinna bug á þessum vágesti. Ég man svo vel eftir óttanum, áhyggjunum, uggnum fyrir rúmu ári. „Hvað er að gerast? Hvernig mun okkur takast að bregðast við?“ Nú höfum við séð hér í sameiningu mátt samvinnu, mátt vísindanna og almenna skynsemi Íslendinga.“ Vísir/Vilhelm Lífið allt útreiknuð áhætta Forseti segist hafa verið spurður að því áður hvort að hann vildi ekki ganga á undan með góðu fordæmi, fá bóluefni á undan fjöldanum og sýna fólki fram á að nú þyftum við öll að láta bólusetja okkur. „Þess þurfti bara ekki. Íslendingar upp til hópa eru skynsamt fólk. Þeim hefur tekist að vega og meta áhættu sem fylgir því að láta bólusetja sig sem er svo agnarsmá að niðurstaðan er augljós. Allt okkar líf er útreiknuð áhætta og nú fagna ég því að fá bóluefni sem ver mig og samfélagið allt gegn þessum vágesti. Svona mun okkur takast að hafa betur. Þannig að ég er bara kátur og reifur.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Ferðast innanlands Guðni segir að þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á hans plön í sumar. Fjölskyldan fari hægt og rólega inn í sumarið og þau sjái fyrir sig að ferðast innanlands í sumar. „Auðvitað er það samt þannig að þegar okkur hefur tekist að bólusetja sem flesta þá er okkur fleiri vegir færir.“ Vísir/Vilhelm Guðni sagði jafnframt frá því að hann hafi fylgst með blöndun bóluefnisins í morgun og sagðist heillaður af skipulaginu þar og í sjálfum bólusetningarsalnum. „Þar er fólk sem er ekki eins mikið í sviðsljósinu en vinnur nauðsynlegan þátt þessa starfs alls saman. Enn ein sönnun þess að það eru margar hendur sem vinna þetta verk og engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og það er hvergi veikan blett að finna í þessari keðju,“ segir Guðni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12 Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12