„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2021 10:13 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. Bólusett er með AstraZeneca í dag og er um að ræða stærsta bólusetningardaginn til þessa. Guðni segir að sér þyki hafa tekist alveg einstaklega vel til við bólusetningarnar. „Mér finnst við sjá hér í hnotskurn hvernig það gerist að okkur tekst að vinna bug á þessum vágesti. Ég man svo vel eftir óttanum, áhyggjunum, uggnum fyrir rúmu ári. „Hvað er að gerast? Hvernig mun okkur takast að bregðast við?“ Nú höfum við séð hér í sameiningu mátt samvinnu, mátt vísindanna og almenna skynsemi Íslendinga.“ Vísir/Vilhelm Lífið allt útreiknuð áhætta Forseti segist hafa verið spurður að því áður hvort að hann vildi ekki ganga á undan með góðu fordæmi, fá bóluefni á undan fjöldanum og sýna fólki fram á að nú þyftum við öll að láta bólusetja okkur. „Þess þurfti bara ekki. Íslendingar upp til hópa eru skynsamt fólk. Þeim hefur tekist að vega og meta áhættu sem fylgir því að láta bólusetja sig sem er svo agnarsmá að niðurstaðan er augljós. Allt okkar líf er útreiknuð áhætta og nú fagna ég því að fá bóluefni sem ver mig og samfélagið allt gegn þessum vágesti. Svona mun okkur takast að hafa betur. Þannig að ég er bara kátur og reifur.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Ferðast innanlands Guðni segir að þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á hans plön í sumar. Fjölskyldan fari hægt og rólega inn í sumarið og þau sjái fyrir sig að ferðast innanlands í sumar. „Auðvitað er það samt þannig að þegar okkur hefur tekist að bólusetja sem flesta þá er okkur fleiri vegir færir.“ Vísir/Vilhelm Guðni sagði jafnframt frá því að hann hafi fylgst með blöndun bóluefnisins í morgun og sagðist heillaður af skipulaginu þar og í sjálfum bólusetningarsalnum. „Þar er fólk sem er ekki eins mikið í sviðsljósinu en vinnur nauðsynlegan þátt þessa starfs alls saman. Enn ein sönnun þess að það eru margar hendur sem vinna þetta verk og engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og það er hvergi veikan blett að finna í þessari keðju,“ segir Guðni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira
Bólusett er með AstraZeneca í dag og er um að ræða stærsta bólusetningardaginn til þessa. Guðni segir að sér þyki hafa tekist alveg einstaklega vel til við bólusetningarnar. „Mér finnst við sjá hér í hnotskurn hvernig það gerist að okkur tekst að vinna bug á þessum vágesti. Ég man svo vel eftir óttanum, áhyggjunum, uggnum fyrir rúmu ári. „Hvað er að gerast? Hvernig mun okkur takast að bregðast við?“ Nú höfum við séð hér í sameiningu mátt samvinnu, mátt vísindanna og almenna skynsemi Íslendinga.“ Vísir/Vilhelm Lífið allt útreiknuð áhætta Forseti segist hafa verið spurður að því áður hvort að hann vildi ekki ganga á undan með góðu fordæmi, fá bóluefni á undan fjöldanum og sýna fólki fram á að nú þyftum við öll að láta bólusetja okkur. „Þess þurfti bara ekki. Íslendingar upp til hópa eru skynsamt fólk. Þeim hefur tekist að vega og meta áhættu sem fylgir því að láta bólusetja sig sem er svo agnarsmá að niðurstaðan er augljós. Allt okkar líf er útreiknuð áhætta og nú fagna ég því að fá bóluefni sem ver mig og samfélagið allt gegn þessum vágesti. Svona mun okkur takast að hafa betur. Þannig að ég er bara kátur og reifur.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Ferðast innanlands Guðni segir að þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á hans plön í sumar. Fjölskyldan fari hægt og rólega inn í sumarið og þau sjái fyrir sig að ferðast innanlands í sumar. „Auðvitað er það samt þannig að þegar okkur hefur tekist að bólusetja sem flesta þá er okkur fleiri vegir færir.“ Vísir/Vilhelm Guðni sagði jafnframt frá því að hann hafi fylgst með blöndun bóluefnisins í morgun og sagðist heillaður af skipulaginu þar og í sjálfum bólusetningarsalnum. „Þar er fólk sem er ekki eins mikið í sviðsljósinu en vinnur nauðsynlegan þátt þessa starfs alls saman. Enn ein sönnun þess að það eru margar hendur sem vinna þetta verk og engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og það er hvergi veikan blett að finna í þessari keðju,“ segir Guðni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira
Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12