Íslenski boltinn

„Við þurfum bara að fara á æfingasvæðið og æfa okkur aðeins meira“

Atli Arason skrifar
Natasha var svekkt í leikslok.
Natasha var svekkt í leikslok. vísir/daníel

Keflavík tapaði 0-3 fyrir Selfoss í sínum fyrsta leik í Pepsi Max deildinni þetta tímabilið. Fyrirliðinn Natasha Moraa Anasi telur að mistök í varnarleik liðsins hafi ollið tapinu í kvöld.

„Þetta var svolítið erfitt fyrir okkur. Mér fannst við byrja vel og vorum að framkvæma leikplanið okkar. Svo eru þetta eiginlega bara þrjú dýrkeypt mistök og þær kláruðu þau færi,“ sagði Natasha í viðtali eftir leik.

Keflavík náði nokkru sinnum að opna vörn Selfoss en Guðný markvörður Selfoss sá alltaf við þeim. Natasha er viss um hvað Keflavík þarf að gera er hún var aðspurður út í færanýtingu liðsins í kvöld.

„Við þurfum bara að fara á æfingasvæðið og æfa okkur aðeins meira í þessu,“ svaraði Natasha.

Flestir miðlar spá því að Keflavík falli úr Pepsi Max deildinni í ár. Nathasa hefur þó fulla trú á sínu liði.

„Við hugsum ekki of mikið um það. Við vitum hvað við getum og við megum ekki hugsa of mikið út í spánna.“

„Við þurfum að setja boltann á jörðina og spila aðeins meira. Við erum með ótrúlega góðar stelpur hérna en við verðum bara að spila boltanum,“ sagði Natasha Moraa Anasi, fyrirliði Keflavíkur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×