Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2021 08:57 Aðstaða sjúklinga er víða bág en þeir sem fá pláss eru heppnir. Aðrir deyja heima eða jafnvel fyrir utan sjúkrahúsin. epa/Idrees Mohammed Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. Súrefnisskortur er enn útbreiddur í landinu og öll sjúkrahús full. Þá anna bálstofur ekki eftirspurn. Margir sérfræðingar telja fjölda látinna raunar allt að fimm til tíu sinnum meiri en opinberar tölur gefa til kynna. „Eina leiðin til að stoppa útbreiðslu kórónuveirunnar er algjört útgöngubann,“ sagði Rahul Gandhi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á Twitter. Sagði hann aðgerðarleysi stjórnvalda hafa leitt til fjölda dauðsfalla. Undir þetta tekur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar og ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Hann hefur ráðlagt Indverjum að grípa til útgöngubanns á landsvísu og gera allt til að auka hraðann í bólusetningum til að koma böndum á útbreiðslu SARS-CoV-2. „Ástandið á Indlandi er afar alvarlegt,“ sagði hann. Útgöngubann er þegar í gildi í mörgum ríkjum og borgum, til dæmis Delí og Mumbai, en forsætisráðherrann Narendra Modi er sagður hafa veigrað sér við því að fyrirskipa harðar aðgerðir á landsvísu vegna efnahagslegra afleiðinga. Þegar gripið var til útgöngubanns á landsvísu í mars 2020 kom það harkalega niður á dagverkamönnum. Talið er að aðgerðirnar hafi ýtt 75 milljónum undir fátækramörk. Í Delí er unnið að því allan sólahringinn að brenna lík hinna látnu.epa/Idrees Mohammed Indverska heilbrigðiskrefið er hins vegar sprungið. Á mánudag létust 23 sjúklingar á spítala í ríkinu Karnataka þegar súrefnisbirgðirnar þrutu. Hæstiréttur Delí hefur ákveðið að refsa embættismönnum ef úthlutaðar súrefnisbirgðir berast ekki sjúkrahúsum. Í gær létust 448 af völdum Covid-19 í höfuðborginni í gær. Fyrir utan Lok Nayak-sjúkrahúsið, þar sem öll 1.500 Covid-19 plássin eru full, mátti sjá hvernig sjúkrabifreiðum var vísað á brott, með fárveika einstaklinga innanborðs. Þá beið þar fólk eftir því að fá afhentar jarðneskar leifar ástvina. „Móðir mín beið fyrir utan þetta sjúkrahús í sex tíma í gær en þeir vildu ekki hleypa henni inn, ekki einu sinni þegar súrefnismettunin var komin í 19 prósent,“ segir hin 29 ára Priyanka Gupta. „Það var bara þegar hún dó sem þeir tóku hana inn og nú veit ég ekki hvenær ég fæ hana til baka.“ Guardian fjallar um ástandið. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Súrefnisskortur er enn útbreiddur í landinu og öll sjúkrahús full. Þá anna bálstofur ekki eftirspurn. Margir sérfræðingar telja fjölda látinna raunar allt að fimm til tíu sinnum meiri en opinberar tölur gefa til kynna. „Eina leiðin til að stoppa útbreiðslu kórónuveirunnar er algjört útgöngubann,“ sagði Rahul Gandhi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á Twitter. Sagði hann aðgerðarleysi stjórnvalda hafa leitt til fjölda dauðsfalla. Undir þetta tekur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar og ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Hann hefur ráðlagt Indverjum að grípa til útgöngubanns á landsvísu og gera allt til að auka hraðann í bólusetningum til að koma böndum á útbreiðslu SARS-CoV-2. „Ástandið á Indlandi er afar alvarlegt,“ sagði hann. Útgöngubann er þegar í gildi í mörgum ríkjum og borgum, til dæmis Delí og Mumbai, en forsætisráðherrann Narendra Modi er sagður hafa veigrað sér við því að fyrirskipa harðar aðgerðir á landsvísu vegna efnahagslegra afleiðinga. Þegar gripið var til útgöngubanns á landsvísu í mars 2020 kom það harkalega niður á dagverkamönnum. Talið er að aðgerðirnar hafi ýtt 75 milljónum undir fátækramörk. Í Delí er unnið að því allan sólahringinn að brenna lík hinna látnu.epa/Idrees Mohammed Indverska heilbrigðiskrefið er hins vegar sprungið. Á mánudag létust 23 sjúklingar á spítala í ríkinu Karnataka þegar súrefnisbirgðirnar þrutu. Hæstiréttur Delí hefur ákveðið að refsa embættismönnum ef úthlutaðar súrefnisbirgðir berast ekki sjúkrahúsum. Í gær létust 448 af völdum Covid-19 í höfuðborginni í gær. Fyrir utan Lok Nayak-sjúkrahúsið, þar sem öll 1.500 Covid-19 plássin eru full, mátti sjá hvernig sjúkrabifreiðum var vísað á brott, með fárveika einstaklinga innanborðs. Þá beið þar fólk eftir því að fá afhentar jarðneskar leifar ástvina. „Móðir mín beið fyrir utan þetta sjúkrahús í sex tíma í gær en þeir vildu ekki hleypa henni inn, ekki einu sinni þegar súrefnismettunin var komin í 19 prósent,“ segir hin 29 ára Priyanka Gupta. „Það var bara þegar hún dó sem þeir tóku hana inn og nú veit ég ekki hvenær ég fæ hana til baka.“ Guardian fjallar um ástandið.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira