Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 21:54 Vestræn stjórnvöld telja að Rússar beiti kórónuveirubóluefninu Spútnik V sem tóli til að styðja markmið sín í utanríkismálum, þar á meðal að reyna á samstöðu Evrópuríkja. AP/Matias Delacroix Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. Í ákvörðun Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, fettu sérfræðingar fingur út í skort á gæðastjórnun og gögnum um virkni rússneska bóluefnisins. Þá væru upplýsingar um aukaverkanir bóluefnisins af skornum skammti, að því er segir í frétt Washington Post. Stofnunin segir að eftirlitsmönnum sem hún sendi til Rússlands hafi verið meinaður aðgangur að tilraunastofu þar sem bóluefnið var þróað. Stofnunin hafnaði því umsókn tíu ríkja um að flytja inn þrjátíu milljónir skammta af rússneska bóluefninu. Fjögur ríki til viðbótar og tvær borgir hafa einnig sóst eftir leyfi til að flytja efnið inn. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á beiðni brasilísks lyfjafyrirtækis um heimild til að nota Spútnik V sem er framleitt í Brasilíu. Rússneski fjárfestingasjóðurinn sem flytur Spútnik V út til erlendra ríkja segir ákvörðun Avisa hafa verið pólitíska og að hún hafi ekki nokkuð með aðgang að upplýsingum eða vísindum að gera. Brasilísk yfirvöld hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að kaupa ekki bóluefnið. Því hafnar bandaríska sendiráðið í Brasilíu. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði viðræður við brasilísk yfirvöld haldi áfram og að ef einhver gögn skorti verði þau lögð fram, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að fleiri ríki hafi hikað við að samþykkja Spútnik V til notkunar. Lyfjayfirvöld í Slóvakíu létu þannig henda lotu af bóluefninu sem þau töldu að væri ekki sama efnið og fjallað var um í ritrýndri grein í læknaritinu Lancet í febrúar. Í þeirri grein var virkni efnisins sögð meira en 91%. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í gær að ekki hafi verið ákveðin nein tímasetning um hvenær mat verður lagt á niðurstöður tilrauna með Spútnik V þannig að hægt verði að gefa út neyðarheimild til notkunar á því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Brasilía Rússland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02 Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29 Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Í ákvörðun Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, fettu sérfræðingar fingur út í skort á gæðastjórnun og gögnum um virkni rússneska bóluefnisins. Þá væru upplýsingar um aukaverkanir bóluefnisins af skornum skammti, að því er segir í frétt Washington Post. Stofnunin segir að eftirlitsmönnum sem hún sendi til Rússlands hafi verið meinaður aðgangur að tilraunastofu þar sem bóluefnið var þróað. Stofnunin hafnaði því umsókn tíu ríkja um að flytja inn þrjátíu milljónir skammta af rússneska bóluefninu. Fjögur ríki til viðbótar og tvær borgir hafa einnig sóst eftir leyfi til að flytja efnið inn. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á beiðni brasilísks lyfjafyrirtækis um heimild til að nota Spútnik V sem er framleitt í Brasilíu. Rússneski fjárfestingasjóðurinn sem flytur Spútnik V út til erlendra ríkja segir ákvörðun Avisa hafa verið pólitíska og að hún hafi ekki nokkuð með aðgang að upplýsingum eða vísindum að gera. Brasilísk yfirvöld hafi látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að kaupa ekki bóluefnið. Því hafnar bandaríska sendiráðið í Brasilíu. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði viðræður við brasilísk yfirvöld haldi áfram og að ef einhver gögn skorti verði þau lögð fram, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að fleiri ríki hafi hikað við að samþykkja Spútnik V til notkunar. Lyfjayfirvöld í Slóvakíu létu þannig henda lotu af bóluefninu sem þau töldu að væri ekki sama efnið og fjallað var um í ritrýndri grein í læknaritinu Lancet í febrúar. Í þeirri grein var virkni efnisins sögð meira en 91%. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í gær að ekki hafi verið ákveðin nein tímasetning um hvenær mat verður lagt á niðurstöður tilrauna með Spútnik V þannig að hægt verði að gefa út neyðarheimild til notkunar á því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Brasilía Rússland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02 Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29 Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Forsætisráðherra Slóvakíu segir af sér Igor Matovic, forsærisráðherra Slóvakíu, sagði af sér embætti í dag. Afsögnin kemur í kjölfar deilna milli samstarfsflokka í ríkisstjórninni um pöntun á bóluefni. 30. mars 2021 15:02
Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu. 23. mars 2021 19:29
Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. 9. mars 2021 13:15
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“