Innlent

Heilbrigðisráðuneytið skoðar Sputnik V bóluefnið

Heimir Már Pétursson skrifar
Forsætisráðherra sagðist vongóð um að verulegur meirihluti landsmanna verði bólusettur fyrir mitt ár.
Forsætisráðherra sagðist vongóð um að verulegur meirihluti landsmanna verði bólusettur fyrir mitt ár.

Formaður Miðflokksins spurði forsætisráðherra hvernig hefði gengið að semja um bóluefni framhjá þeim samningum sem gerðir hefðu verið með Evrópusambandinu.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stjórnvöld að sjálfsögðu hafa skoða önnur bóluefni sem ekki væru inni í evrópusamningum.

„Meðal annars efnið Sputnik V sem er framleitt í Rússlandi. Það hefur verið til sérstakrar skoðunar á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Hvort unnt sé að bæta því inn í þessi bóluefni sem við erum að nýta. En niðurstaða er ekki fengin í það mál,“ sagði Katrín.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði að danski forsætisráðherrann hefði tilkynnt að þar yrði landið opnað þegar búið væri að bólusetja alla eldri en fimmtíu ára.

„En hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera þegar tilteknum áfanga er náð? Til dæmis þessum áfanga að búið verði að bólusetja þá sem eru eldri en fimmtíu ára á Íslandi,“ sagði Sigmundur Davíð.

Forsætisráðherra sagðist enn vongóð um að verulegur meirihluti landsmanna verði bólusettur fyrir mitt ár.

„Danmörk er að kynna opnunaráætlun sem er hins vegar fjarri því að nálgast það frelsi sem við njótum hér á Íslandi. Því einmitt vegna okkar skynsömu sóttvarnaráðstafana höfum við getað létt takmörkunum og leyft okkur meira frelsi en nokkur önnur evrópuþjóð á undanförnum mánuðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×