Íslenski boltinn

Jajalo missir af byrjun tímabilsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristijan Jajalo lék mjög vel með KA á síðasta tímabili.
Kristijan Jajalo lék mjög vel með KA á síðasta tímabili. vísir/vilhelm

Kristijan Jajalo, markvörður KA, missir af byrjun tímabilsins. Hann handleggsbrotnaði á æfingu í gær.

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, staðfesti þetta við Fótbolta.net í dag. „Þetta eru meiðsli sem ekkert lið vill lenda í skömmu fyrir mót en þetta er partur af þessu sporti, menn meiðast og þetta var bara slys,“ sagði Arnar.

Varamarkvörður KA er hinn 31 árs Steinþór Már Auðunsson, eða Stubbur eins og hann er jafnan kallaður, en hann kom til félagsins frá Magna í vetur. Hann mun væntanlega standa milli stanganna hjá KA gegn HK í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn.

Belgíski miðjumaðurinn Sebastiaan Brebels meiddist einnig á æfingu í gær þegar hann sneri sig á ökkla. Líkt og með Jajalo er óvíst hversu lengi hann verður frá.

Brebels, sem er 25 ára, kom til KA frá Lommel í Belgíu í vetur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×