Íslenski boltinn

Gary Martin rekinn frá ÍBV vegna agabrots

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
B87AD506DBAEC013AE928FFEC2D7536B896B0DBDE25B2F52059D26098E8CE428_713x0
íbv

Gary Martin hefur verið rekinn frá ÍBV vegna agabrots. Enski framherjinn hafði leikið með liðinu síðan 2019.

Gary skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV í vetur en honum hefur nú verið rift.

Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV. 

Knattspyrnuráð ÍBV hefur rift samningi félagsins við Gary John Martin. Ákvörðun félagsins um riftun samnings má rekja til agabrots leikmannsins sem ekki verður samræmt skuldbindingum hans við félagið.

Virðingarfyllst, f.h. knattspyrnuráðs, 

Daníel Geir Moritz, formaður

Gary gekk í raðir ÍBV á miðju sumri 2019. Hann varð þá markahæstur í Pepsi Max-deildinni með fjórtán mörk en Eyjamenn féllu.

Hann skoraði ellefu mörk í nítján leikjum í Lengjudeildinni í fyrra þar sem Eyjamenn enduðu í 6. sæti.

Auk ÍBV hefur Gary leikið með ÍA, KR, Víkingi R. og Val hér á landi. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×