Erlent

Átta látnir eftir elds­voða í Ríga

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp á sjöttu hæð hússins sem er að finna nærri aðallestarstöð borgarinnar. Myndin er úr safni.
Eldurinn kom upp á sjöttu hæð hússins sem er að finna nærri aðallestarstöð borgarinnar. Myndin er úr safni. Getty

Átta manns hið minnsta eru látnir og níu slasaðir eftir að mikill eldur kom upp í húsnæði sem hefur verið lýst sem ólöglegu farfuglaheimili í lettnesku höfuðborginni Ríga í morgun.

„Þetta var ekkert farfuglaheimili, heldur íbúð sem notuð var sem farfuglaheimili,“ segir borgarstjórinn Martin Stakis í samtali við lettneska fjölmiðla.

Eldurinn kom upp á sjöttu hæð hússins, sem er að finna nærri aðallestarstöð borgarinnar. Borgarstjórinn segir að þar hafi aðallega dvalið erlendir ríkisborgarar og eigi enn eftir að bera kennsl á fjölda hinna látnu.

Slökkvilið var kallað á vettvang um klukkan fimm að staðartíma í morgun, en auk þeirra sem slösuðust tókst að bjarga 24 úr húsinu.

Lögregla hefur hafið sakamálarannsókn á brunanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×