Erlent

Koma Indverjum til aðstoðar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Í dag er staðan vegna faraldursins einna verst á Indlandi þar sem þessi mynd er tekin.
Í dag er staðan vegna faraldursins einna verst á Indlandi þar sem þessi mynd er tekin. Getty/Mayank Makhija

Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims.

Rúmlega 350 þúsund greindust með veiruna á Indlandi í gær, mesti fjöldi á einum degi frá upphafi faraldursins þar í landi. 2.800 létust, sem er sömuleiðis met. Sár skortur er á súrefni á indverskum sjúkrahúsum og plássið er sömuleiðis af skornum skammti. Greina má reiði í garð stjórnvalda, sem eru sökuð um aðgerðaleysi.

Ráðamenn biðla nú til fólks um að örvænta ekki. Ríkisstjórnin segist gera allt sem í valdi hennar stendur til að leysa súrefnisvandann.

„Ef það myndast örvæntingarástand í samfélaginu setur það aukinn þrýsting á lækna og starfsfólk spítala. Það er ekki gott fyrir neinn,“ sagði Vinod Kumar Paul, stjórnarmaður ríkishugveitunnar Niti Aayog, á blaðamannafundi stjórnvalda um faraldurinn.

Bandarísk stjórnvöld sögðust í gærkvöldi leita leiða til þess að hjálpa Indverjum að takast á við faraldurinn og íhuga að senda súrefni, Covid-próf og hlífðarfatnað. Öndunarvélar, súrefniskútar og aðrar nauðsynjar eru svo á leiðinni frá Bretlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×