Þúsundir mótmæltu ákvörðun um að rétta ekki yfir morðingja konu af gyðingaættum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2021 08:09 Mótmælendur kölluðu eftir réttlæti til handa Halimi. AP/Daniel Cole Þúsundir hafa mótmælt í París og víðar í Frakklandi þeirri ákvörðun dómstóls að rétta ekki yfir manni sem myrti 65 ára gamla konu. Dómstólar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að um hatursglæp hefði verið að ræða en fórnarlambið var gyðingur. Hinn 32 ára Kobili Traoré var ákærður fyrir að ráðast á Lucie Attal með ofbeldi og kasta henni síðan fram af svölum íbúðar hennar í París árið 2017. Æðsti áfrýjunardómstóll Frakklands (Cour de cassation) staðfesti hins vegar á dögunum þá niðurstöðu undirdómstóla að ekki væri hægt að rétta yfir Traoré, þar sem hann hefði verið „veruleikafirrtur“ sökum fíkniefnaneyslu og ekki haft stjórn á gjörðum sínum. Fjölskylda Attal, sem var betur þekkt sem Sarah Halimi, segir ákvörðunina „óréttláta“ og hefur systir hennar tilkynnt að hún hyggist freista þess að sækja málið fyrir dómstól í Ísrael, þar sem hún býr. Efnt var til mótmæla vegna málsins víðsvegar í Frakklandi í gær en einnig í Róm, Tel Aviv, Lundúnum, Los Angeles, Miami og New York. Frank Tapiro, sem skipulagði mótmælin í París, sagði mótmælendur kalla eftir réttlæti. „Við viljum réttarhöld, óháð niðurstöðunni. [Traoré] kaus að reykja kannabis. Sérfræðingar hafa skilað sínum skýrslum en dómstólar þurfa ekki að samþykkja þær. Þetta vandamál snertir alla Frakka, ekki bara gyðinga.“ Mótmælt var í París og víða um heim.AP/Michel Euler Traoré braust inn á heimili Halimi um nótt og réðist á hana þar sem hún lá sofandi. Er hann sagður hafa kallað „Allahu Akbar“ á meðan og farið með vers úr Kóraninum. Hann kastaði henni síðan fram af svölum íbúðarinnar, þar sem hún hafði búið í 30 ár. Nágrannar Halimi sögðu Traoré hafa kallað að hann hefði drepið djöfulinn, þar sem hann stóð á svölunum. Hann viðurkenndi seinna að hann hefði vitað að Halimi var gyðingur en neitaði því að um hatursglæp hefði verið að ræða. Dómsmálaráðherrann Éric Dupond-Moretti sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greindi frá því að frumvarp yrði lagt fyrir þingið í maí en samkvæmt því yrði dómstólum gert kleift að taka það til greina ef sakborningur hefði viljugur neytt fíkniefna sem leiddu til þess að hann væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Guardian fjallar um málið. Frakkland Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Hinn 32 ára Kobili Traoré var ákærður fyrir að ráðast á Lucie Attal með ofbeldi og kasta henni síðan fram af svölum íbúðar hennar í París árið 2017. Æðsti áfrýjunardómstóll Frakklands (Cour de cassation) staðfesti hins vegar á dögunum þá niðurstöðu undirdómstóla að ekki væri hægt að rétta yfir Traoré, þar sem hann hefði verið „veruleikafirrtur“ sökum fíkniefnaneyslu og ekki haft stjórn á gjörðum sínum. Fjölskylda Attal, sem var betur þekkt sem Sarah Halimi, segir ákvörðunina „óréttláta“ og hefur systir hennar tilkynnt að hún hyggist freista þess að sækja málið fyrir dómstól í Ísrael, þar sem hún býr. Efnt var til mótmæla vegna málsins víðsvegar í Frakklandi í gær en einnig í Róm, Tel Aviv, Lundúnum, Los Angeles, Miami og New York. Frank Tapiro, sem skipulagði mótmælin í París, sagði mótmælendur kalla eftir réttlæti. „Við viljum réttarhöld, óháð niðurstöðunni. [Traoré] kaus að reykja kannabis. Sérfræðingar hafa skilað sínum skýrslum en dómstólar þurfa ekki að samþykkja þær. Þetta vandamál snertir alla Frakka, ekki bara gyðinga.“ Mótmælt var í París og víða um heim.AP/Michel Euler Traoré braust inn á heimili Halimi um nótt og réðist á hana þar sem hún lá sofandi. Er hann sagður hafa kallað „Allahu Akbar“ á meðan og farið með vers úr Kóraninum. Hann kastaði henni síðan fram af svölum íbúðarinnar, þar sem hún hafði búið í 30 ár. Nágrannar Halimi sögðu Traoré hafa kallað að hann hefði drepið djöfulinn, þar sem hann stóð á svölunum. Hann viðurkenndi seinna að hann hefði vitað að Halimi var gyðingur en neitaði því að um hatursglæp hefði verið að ræða. Dómsmálaráðherrann Éric Dupond-Moretti sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greindi frá því að frumvarp yrði lagt fyrir þingið í maí en samkvæmt því yrði dómstólum gert kleift að taka það til greina ef sakborningur hefði viljugur neytt fíkniefna sem leiddu til þess að hann væri ekki ábyrgur gjörða sinna. Guardian fjallar um málið.
Frakkland Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira