Íslenski boltinn

Ægir Jarl framlengir í Vesturbæ

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ægir Jarl verður áfram í KR næstu tvö árin.
Ægir Jarl verður áfram í KR næstu tvö árin.

Sóknartengiliðurinn Ægir Jarl Jónasson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um tvö ár.

Ægir átti sex mánuði eftir af fyrri samningi, sem átti að renna út eftir komandi tímabil. Hann hefur nú staðfest áframhaldandi veru í Vesturbænum.

Hann á tvö tímabil að baki með KR eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá uppeldisfélagi sínu, Fjölni, fyrir tímabilið 2019. Ægir lék 15 deildarleiki í fyrra og skoraði í þeim tvö mörk.

KR mætir Breiðabliki í fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni næsta sunnudag en mótið hefst á föstudag með leik Íslandsmeistara Vals gegn ÍA á Hlíðarenda. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.