Boða til viðræðna milli stríðandi fylkinga í Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 08:22 Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja hafa boðað til viðræðna milli stríðandi fylkinga í Mjanmar og hafa krafist þess að ofbeldi hersins gegn almenningi verði stöðvað strax. EPA-EFE/MUCHLIS JR Leiðtogar Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, komust í gær að niðurstöðu um áætlun til að binda endi á ofbeldið sem skekið hefur Mjanmar undanfarna mánuði. Þetta gerðu þeir í samráði við Min Aung Hlaing, æðsta herforingja Mjanmar. Þá gerðu leiðtogarnir þá kröfu að ofbeldi og morðum á almennum borgurum yrði snarlega stöðvað og að pólitískum föngum verði sleppt. Aung Hlaing er ekki sagður hafa neitað þessari kröfu en heldur ekki hafa lofað því að fylgja henni. Þá boðuðu aðrir leiðtogar til sáttafunda milli herforingjastjórnarinnar og ríkisstjórnar Aung San Suu Kyi, sem var lýðræðislega kjörin í fyrra. Neyðarfundur leiðtoga Sambands Suðaustur-Asíuríkja fór fram í gær og stóð hann yfir í rúma tvo tíma í Jakarta á Indónesíu. „Ástandið í Mjanmar er óásættanlegt og á ekki að halda áfram. Ofbeldið verður að stöðva. Tryggja þarf lýðræði, stöðugleika og frið í Mjanmar,“ sagði Joko Widodo, forseti Indónesíu, eftir fundinn í gær. „Hagsmunir mjanmarska fólksins verður alltaf að vera í forgangi.“ Frá því að herinn rændi völdum þann 1. febrúar síðastliðinn hefur ofbeldi og sundrung ríkt í landinu. Ríkisstjórn og helstu andstæðingar hersins voru þegar handteknir og settir í gæsluvarðhald og hefur aðför að mótmælendum verið mikil. Herforingjastjórnin hefur ítrekað lýst yfir herlögum til að koma í veg fyrir að mótmælendur snúi aftur á götur úti og hafa meira en 700 almennir borgarar farist undanfarna tæpa þrjá mánuði. Skilaboð leiðtoga Asean á fundinum í gær er talin nokkuð óvenjuleg en meginviðmið sambandsins hefur ávallt verið það að sambandsríki ættu ekki að skipta sér af málum annarra sambandsríkja. Muhyiddin Yassin, forsætisráðherra Malasíu, tjáði sig um þetta meginviðmið eftir fundinn í gær og sagði að stefna ætti aldrei að leiða til aðgerðaleysis ef „friði, öryggi og stöðugleika Suðaustur-Asíu er ógnað.“ Mjanmar Tengdar fréttir Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37 Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Þá gerðu leiðtogarnir þá kröfu að ofbeldi og morðum á almennum borgurum yrði snarlega stöðvað og að pólitískum föngum verði sleppt. Aung Hlaing er ekki sagður hafa neitað þessari kröfu en heldur ekki hafa lofað því að fylgja henni. Þá boðuðu aðrir leiðtogar til sáttafunda milli herforingjastjórnarinnar og ríkisstjórnar Aung San Suu Kyi, sem var lýðræðislega kjörin í fyrra. Neyðarfundur leiðtoga Sambands Suðaustur-Asíuríkja fór fram í gær og stóð hann yfir í rúma tvo tíma í Jakarta á Indónesíu. „Ástandið í Mjanmar er óásættanlegt og á ekki að halda áfram. Ofbeldið verður að stöðva. Tryggja þarf lýðræði, stöðugleika og frið í Mjanmar,“ sagði Joko Widodo, forseti Indónesíu, eftir fundinn í gær. „Hagsmunir mjanmarska fólksins verður alltaf að vera í forgangi.“ Frá því að herinn rændi völdum þann 1. febrúar síðastliðinn hefur ofbeldi og sundrung ríkt í landinu. Ríkisstjórn og helstu andstæðingar hersins voru þegar handteknir og settir í gæsluvarðhald og hefur aðför að mótmælendum verið mikil. Herforingjastjórnin hefur ítrekað lýst yfir herlögum til að koma í veg fyrir að mótmælendur snúi aftur á götur úti og hafa meira en 700 almennir borgarar farist undanfarna tæpa þrjá mánuði. Skilaboð leiðtoga Asean á fundinum í gær er talin nokkuð óvenjuleg en meginviðmið sambandsins hefur ávallt verið það að sambandsríki ættu ekki að skipta sér af málum annarra sambandsríkja. Muhyiddin Yassin, forsætisráðherra Malasíu, tjáði sig um þetta meginviðmið eftir fundinn í gær og sagði að stefna ætti aldrei að leiða til aðgerðaleysis ef „friði, öryggi og stöðugleika Suðaustur-Asíu er ógnað.“
Mjanmar Tengdar fréttir Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37 Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37
Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03
Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51