Íslenski boltinn

Kórdrengir lögðu Selfoss og Ólsarar skoruðu 18

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kórdrengir unnu Selfoss en bæði lið komust upp úr 2. deild karla í fyrra.
Kórdrengir unnu Selfoss en bæði lið komust upp úr 2. deild karla í fyrra. ljósmyndari Hulda Margrét

Fjölmargir leikir voru á dagskrá í Mjólkurbikar karla í fótbolta í dag. Hæst ber að Kórdrengir unnu Selfoss í Lengjudeildarslag og Víkingur frá Ólafsvík skoraði 18 mörk gegn Gullfálkanum.

Höttur/Huginn, KFR, KFS, Kría, Dalvík/Reynir, SR, Fram og Álafoss komust öll áfram í dag auk Kórdrengja og Ólafsvíkinga.

Í nokkuð tíðindalitlum leik varð Emir Dokara fyrir því óláni að skora skrautlegt sjálfsmark eftir fyrirgjöf Alberts Brynjars Ingasonar sem tryggði Kórdrengjum 1-0 sigur á Selfossi. 

Kareem Isiaka og Harley Willard skoruðu sitthvor sex mörkin í 18-0 sigri Víkings frá Ólafsvík gegn Gullfálkanum á Ólafsvík. Þá vann Kría 13-1 sigur á Afríku, Fram vann 8-0 gegn Herði frá Ísafirði og Höttur/Huginn vann Einherja 7-1 í Austurlandsslag.

Öll úrslit dagsins auk úrslita gærdagsins má sjá að neðan.

Laugardagur:

Dalvík/Reynir 7-1 Samherjar

Víkingur Ó. 18-0 Gullfálkinn

Álafoss 2-1 GG

Berserkir 5-6 KFS (eftir framlengingu)

Ýmir 1-2 KFR

Kría 13-1 Afríka

Fram 8-0 Hörður

SR 1-0 RB

Höttur/Huginn 7-1 Einherji

Selfoss 0-1 Kórdrengir

Kormákur/Hvöt 2-3 Hamrarnir

Föstudagur:

Njarðvík 3-0 KH

Tindastóll 0-2 Völsungur

Hvíti riddarinn 4-1 Árborg

KB 1-6 Þróttur R.

KV 1-3 Þróttur V.

Elliði 2-3 ÍR

Léttir 1-2 Víðir

Smári 1-4 Grindavík

Björninn 0-3 KÁ

Mídas 0-12 Augnablik

KFG 0-2 Álftanes

Úlfarnir 2-0 Ísbjörninn
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.