Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 12:19 Sara Duterte-Carpio, dóttir Rodrigo forseta, á kosningafundi árið 2019. Vísir/EPA Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. Stjórnarskrá Filippseyja meinar Duterte forseta að bjóða sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Í könnuninni um hvern svarendur vildu helst fá sem næsta forseta sögðust 27% vilja Söru Durerte-Carpio, borgarstjóra í Davao og dóttur forsetans umdeilda, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Durterte-Carpio er eftirsóttasti frambjóðandinn. Sjálf hefur Duterte-Carpio sagt að engar líkur séu á því að hún bjóði sig fram og faðir hennar hefur sömuleiðis sagt að það ætti hún að láta ógert. Fáir hafa þó trú á sú verði raunin í ljósi mikillar virkni Duterte-Carpio á samfélagsmiðlum og herferðar til að fá hana til þess að bjóða sig fram. Á eftir Duterte-Carpio í könnunni kom Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri, sonur og nafni fyrrverandi einræðisherra Filippseyja með þrettán prósent stuðning. Grace Poe, öldungadeildarþingmaður sem tapaði fyrir Duterte árið 2016, var í þriðja sæti. Enginn þeirra þrettán sem voru nefndir í könnuninni hafa lýst yfir áhuga á framboði formlega. Duterte forseti er umdeildur og ekki aðeins fyrir fúkyrðaflaum sem frá honum streymir gjarnan. Áætlað er að þúsundir manna hafi verið teknir af lífi utan dóms og laga í stríði öryggissveita ríkisins gegn fíkniefnum í landinu í stjórnartíð Duterte. Ríkisstjórn hans snöggreiddist íslenskum stjórnvöldum þegar þau stóðu að ályktun um að aftökurnar yrðu stöðvaðar á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Filippseyjar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Stjórnarskrá Filippseyja meinar Duterte forseta að bjóða sig fram til endurkjörs í kosningunum á næsta ári. Í könnuninni um hvern svarendur vildu helst fá sem næsta forseta sögðust 27% vilja Söru Durerte-Carpio, borgarstjóra í Davao og dóttur forsetans umdeilda, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta er önnur könnunin í röð þar sem Durterte-Carpio er eftirsóttasti frambjóðandinn. Sjálf hefur Duterte-Carpio sagt að engar líkur séu á því að hún bjóði sig fram og faðir hennar hefur sömuleiðis sagt að það ætti hún að láta ógert. Fáir hafa þó trú á sú verði raunin í ljósi mikillar virkni Duterte-Carpio á samfélagsmiðlum og herferðar til að fá hana til þess að bjóða sig fram. Á eftir Duterte-Carpio í könnunni kom Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri, sonur og nafni fyrrverandi einræðisherra Filippseyja með þrettán prósent stuðning. Grace Poe, öldungadeildarþingmaður sem tapaði fyrir Duterte árið 2016, var í þriðja sæti. Enginn þeirra þrettán sem voru nefndir í könnuninni hafa lýst yfir áhuga á framboði formlega. Duterte forseti er umdeildur og ekki aðeins fyrir fúkyrðaflaum sem frá honum streymir gjarnan. Áætlað er að þúsundir manna hafi verið teknir af lífi utan dóms og laga í stríði öryggissveita ríkisins gegn fíkniefnum í landinu í stjórnartíð Duterte. Ríkisstjórn hans snöggreiddist íslenskum stjórnvöldum þegar þau stóðu að ályktun um að aftökurnar yrðu stöðvaðar á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í fyrra.
Filippseyjar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira