Danir byrja að sparka sýrlenskum flóttamönnum úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2021 15:01 Frá mótmælum gegn brottvísunum og innflytjendastefnu dönsku ríkisstjórnarinnar í Kaupmannahöfn á miðvikudag. AP/David Keyton Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug. Sýrlendingum sem koma frá höfuðborginni Damaskus og nágrannahéruðum hennar hefur verið sagt að yfirgefa Danmörku. Dönsk stjórnvöld telja nefnilega að þau svæði séu þegar öruggt og flóttafólk sem kom þaðan þurfi ekki lengur á vernd að halda. Danmörk er þannig fyrsta ríki Evrópu sem byrjar að vísa sýrlenskum flóttamönnum úr landi. „Það er hornsteinn regluverksins okkar að þú færð tímabundna vernd og um leið og þú þarft ekki á verndinni að halda lengur verður þú að yfirgefa Danmörku,“ segir Rasmus Storklund, þingmaður sósíaldemókrata og fulltrúi hans í innflytjenda- og aðlögunarnefnd danska þingsins. Sérfræðingar sem sömdu sumar af þeim skýrslum sem dönsk stjórnvöld byggja ákvörðun sína um að svipta sýrlenska flóttamenn landvistarleyfi á höfnuðu því að Damaskus og nágrenni væri öruggt í yfirlýsingu sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu. Þrátt fyrir að átök geisi ekki lengur í Damaskus, úthverfum borgarinnar og mörgum svæðum í miðju landinu sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu benda sérfræðingarnar á að heilu hverfinu séu rústir einar og margir eigi í engin hús að venda. Grundvallarþjónusta eins og vatn og rafmagn sé annað hvort afar bágborin eða hreinlega ekki til staðar. Umfram það séu Sýrlendingar neyddir til að gegna herþjónustu fyrir stjórnarher Bashars al-Assad forseta, eigi á hættu að vera handteknir fyrir litlar sem engar sakir og margir séu látnir hverfa. Aðallega konur í hættu á brottvísun Ákvörðun danskra stjórnvalda nær fyrst um sinn aðeins til þeirra sem komu frá þessum meintu „öruggu“ svæðum og fengu upphaflega hæli á þeim forsendum að þeir væru á flótta undan stríðsátökum. Þeir sem geta sýnt fram á að líf þeirra sé í hættu, þar á meðal karlmenn sem gætu verið neyddir til að gegna herþjónustu, fá að vera um kyrrt að sinni. Af þessum sökum eru það fyrst og fremst sýrlenskar konur sem Danir ætla nú að koma úr landi. Niels-Erik Hansen, lögmaður sýrlenskra innflytjenda, segir að karlkyns umbjóðendur sínir fái yfirleitt hæli á innan við þremur vikum. Umsókn kvenna sé aftur á móti yfirleitt hafnað og því þurfi hann að skjóta máli þeirra til kærunefndar innflytjendamála. Þannig séu um níu af hverjum tíu málum sem hann rekur fyrir þeirri nefnd fyrir hönd sýrlenskra kvenna. Ekki er hægt að flytja fólk sem neitar að fara úr landi gegn vilja þeirra til Sýrlands þar sem Danmörk og Sýrland eiga ekki í formlegum samskiptum. Þeir sem neita daga því uppi í miðstöðvum fyrir innflytjendur sem á að flytja úr landi, skildir að frá fjölskyldu sinni og fá hvorki að vinna né að mennta sig. Einhleypar konur eru sendar til Kærshovedgård-miðstöðvarinnar þar sem útlendingar sem vísa á úr landi eru vistaðir tímabundið. Rauði krossinn í Danmörku líkir miðstöðinni við fangelsi þar sem fólki er bannað að elda og fær lítið frelsi til að athafna sig. Faeza Satouf hefur búið í Danmörku undanfarin sex ár. Henni hefur nú verið sagt að koma sér sem snarast aftur til Sýrlands þar sem danskir stjórnmálamenn telja aðstæður þar öruggar.AP/David Keyton Vilja að hún fari ein úr landi eftir sex ára dvöl Faeza Satouf er 25 ára gömul en hún flúði stríðið í Sýrlandi með fjölskyldu sinni og hlaut hæli í Danmörku árið 2015. Síðan þá hefur hún lært dönsku, útskrifast úr menntaskóla með sæmd og lærir nú til hjúkrunarfræðings. Dönsk stjórnvöld ætla henni nú að yfirgefa land einsamalli. „Það eru engin lög í Sýrlandi sem vernda mig eins og hér í Danmörku. Faðir minn er eftirlýstur í Sýrlandi þannig að auðvitað verð ég handtekin þegar ég sný aftur,“ segir Satouf við AP-fréttastofuna. Þrátt fyrir að hælisleitendum hafi hríðfækkað í Danmörku frá því að flóttamannastraumurinn í Evrópu rénaði eftir 2015 stefnir ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra að því að engir hælisleitendur verði í landinu. Flokkur hennar hefur tekið harða hægri beygju í innflytjendamálum undanfarin ár. Michala Bendixen, formaður félagasamtakanna Flóttamanna velkomnir í Danmörku, segir að Danmörk hafi áður fyrr verið þekkt sem eitt mannúðlegasta ríki Evrópu. Danir voru fyrstir þjóðar til þess að skrifa undir flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Nú sé innflytjendastefna stjórnvalda líkari harðlínumanna í ríkjum eins og Ungverjalandi. Hún telur að fyrir stjórnvöldum vaki að fæla útlendinga og flóttamenn frá því að koma til Danmerkur yfir höfuð. Á Íslandi fá þeir sem hljóta alþjóðlega vernd tímabundið dvalarleyfi til fjögurra ára. Að þeim tíma loknum eiga þeir rétt á að sækja um ótímabundið dvalarleyfi. Ástand í heimaríki fólks kemur ekki til skoðunar við meðferð þeirra umsókna, samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Heimild: AP-fréttastofan. Danmörk Sýrland Flóttamenn Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Sýrlendingum sem koma frá höfuðborginni Damaskus og nágrannahéruðum hennar hefur verið sagt að yfirgefa Danmörku. Dönsk stjórnvöld telja nefnilega að þau svæði séu þegar öruggt og flóttafólk sem kom þaðan þurfi ekki lengur á vernd að halda. Danmörk er þannig fyrsta ríki Evrópu sem byrjar að vísa sýrlenskum flóttamönnum úr landi. „Það er hornsteinn regluverksins okkar að þú færð tímabundna vernd og um leið og þú þarft ekki á verndinni að halda lengur verður þú að yfirgefa Danmörku,“ segir Rasmus Storklund, þingmaður sósíaldemókrata og fulltrúi hans í innflytjenda- og aðlögunarnefnd danska þingsins. Sérfræðingar sem sömdu sumar af þeim skýrslum sem dönsk stjórnvöld byggja ákvörðun sína um að svipta sýrlenska flóttamenn landvistarleyfi á höfnuðu því að Damaskus og nágrenni væri öruggt í yfirlýsingu sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu. Þrátt fyrir að átök geisi ekki lengur í Damaskus, úthverfum borgarinnar og mörgum svæðum í miðju landinu sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu benda sérfræðingarnar á að heilu hverfinu séu rústir einar og margir eigi í engin hús að venda. Grundvallarþjónusta eins og vatn og rafmagn sé annað hvort afar bágborin eða hreinlega ekki til staðar. Umfram það séu Sýrlendingar neyddir til að gegna herþjónustu fyrir stjórnarher Bashars al-Assad forseta, eigi á hættu að vera handteknir fyrir litlar sem engar sakir og margir séu látnir hverfa. Aðallega konur í hættu á brottvísun Ákvörðun danskra stjórnvalda nær fyrst um sinn aðeins til þeirra sem komu frá þessum meintu „öruggu“ svæðum og fengu upphaflega hæli á þeim forsendum að þeir væru á flótta undan stríðsátökum. Þeir sem geta sýnt fram á að líf þeirra sé í hættu, þar á meðal karlmenn sem gætu verið neyddir til að gegna herþjónustu, fá að vera um kyrrt að sinni. Af þessum sökum eru það fyrst og fremst sýrlenskar konur sem Danir ætla nú að koma úr landi. Niels-Erik Hansen, lögmaður sýrlenskra innflytjenda, segir að karlkyns umbjóðendur sínir fái yfirleitt hæli á innan við þremur vikum. Umsókn kvenna sé aftur á móti yfirleitt hafnað og því þurfi hann að skjóta máli þeirra til kærunefndar innflytjendamála. Þannig séu um níu af hverjum tíu málum sem hann rekur fyrir þeirri nefnd fyrir hönd sýrlenskra kvenna. Ekki er hægt að flytja fólk sem neitar að fara úr landi gegn vilja þeirra til Sýrlands þar sem Danmörk og Sýrland eiga ekki í formlegum samskiptum. Þeir sem neita daga því uppi í miðstöðvum fyrir innflytjendur sem á að flytja úr landi, skildir að frá fjölskyldu sinni og fá hvorki að vinna né að mennta sig. Einhleypar konur eru sendar til Kærshovedgård-miðstöðvarinnar þar sem útlendingar sem vísa á úr landi eru vistaðir tímabundið. Rauði krossinn í Danmörku líkir miðstöðinni við fangelsi þar sem fólki er bannað að elda og fær lítið frelsi til að athafna sig. Faeza Satouf hefur búið í Danmörku undanfarin sex ár. Henni hefur nú verið sagt að koma sér sem snarast aftur til Sýrlands þar sem danskir stjórnmálamenn telja aðstæður þar öruggar.AP/David Keyton Vilja að hún fari ein úr landi eftir sex ára dvöl Faeza Satouf er 25 ára gömul en hún flúði stríðið í Sýrlandi með fjölskyldu sinni og hlaut hæli í Danmörku árið 2015. Síðan þá hefur hún lært dönsku, útskrifast úr menntaskóla með sæmd og lærir nú til hjúkrunarfræðings. Dönsk stjórnvöld ætla henni nú að yfirgefa land einsamalli. „Það eru engin lög í Sýrlandi sem vernda mig eins og hér í Danmörku. Faðir minn er eftirlýstur í Sýrlandi þannig að auðvitað verð ég handtekin þegar ég sný aftur,“ segir Satouf við AP-fréttastofuna. Þrátt fyrir að hælisleitendum hafi hríðfækkað í Danmörku frá því að flóttamannastraumurinn í Evrópu rénaði eftir 2015 stefnir ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra að því að engir hælisleitendur verði í landinu. Flokkur hennar hefur tekið harða hægri beygju í innflytjendamálum undanfarin ár. Michala Bendixen, formaður félagasamtakanna Flóttamanna velkomnir í Danmörku, segir að Danmörk hafi áður fyrr verið þekkt sem eitt mannúðlegasta ríki Evrópu. Danir voru fyrstir þjóðar til þess að skrifa undir flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Nú sé innflytjendastefna stjórnvalda líkari harðlínumanna í ríkjum eins og Ungverjalandi. Hún telur að fyrir stjórnvöldum vaki að fæla útlendinga og flóttamenn frá því að koma til Danmerkur yfir höfuð. Á Íslandi fá þeir sem hljóta alþjóðlega vernd tímabundið dvalarleyfi til fjögurra ára. Að þeim tíma loknum eiga þeir rétt á að sækja um ótímabundið dvalarleyfi. Ástand í heimaríki fólks kemur ekki til skoðunar við meðferð þeirra umsókna, samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Heimild: AP-fréttastofan.
Danmörk Sýrland Flóttamenn Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira