Segist hvorki hafa tæklað neinn harkalega né kýlt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 21:31 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, og Ísak Snær. ÍA Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að æfingaleikur KR og ÍA í knattspyrnu hefði verið flautaður af þegar stundarfjórðungur var til leiksloka þar sem mönnum var svo heitt í hamsi. Ísak Snær Þorvaldsson segir málið vera blásið allverulega upp. Í stöðunni 3-0 kom upp atvik þar sem átti að hafa soðið upp úr. Leikmaður ÍA átti þá að hafa sparkað í mann og annan. Þórður Már Gylfason, dómari leiksins, á að hafa flautað af í kjölfarið þar sem það gekk illa að róa mannskapinn. Umræddur leikmaður var Ísak Snær Þorvaldsson, miðjumaður ÍA. Hann segir málið blásið upp og þvertekur fyrir að hafa slegið leikmann KR líkt og Kristján Óli Sigurðsson, reglulegur gestur í hlaðvarpinu Dr. Football, sagði á Twitter. Ísak Snær missti hausinn gegn KR í æfingaleik.Kýlir Arnþór Inga straujar vinstri bakvörðunni og segir svo við Kr-inga suck my dick og grípur um tittlinginn á sér. — Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 22, 2021 „Ég kýli aldrei leikmann KR. Hann ætlaði að keyra inn í mig vegna þess hann var pirraður yfir einhverju sem gerðist áður. Ég hoppa fyrir aftan hann og reyni að ýta honum frá mér, ef ég fór í andlitið á honum þá var það ekki ætlunin," segir Ísak Snær í viðtali við Fótbolti.net nú í kvöld. Einnig sagði Ísak Snær að hann hefði ekki „straujað“ vinstri bakvörð KR-inga. „Hann ætlaði að hlaupa í gegn fyrir aftan mig, það eina sem ég geri er að stíga til hliðar og láta hann hlaupa á mig. Mér hefur verið sagt að gera það síðan ég var 15 ára og það hefur aldrei verið dæmt á það. Ef að leikmaðurinn meiddist eitthvað við það þá biðst ég bara afsökunar á því,“ bætti miðjumaðurinn ungi við. „Ætlaði bara að skokka í stöðuna mína og halda áfram með leikinn, þá komu tveir KR-ingar og byrja að ýta í mig. Eina sem ég geri er að svara fyrir mig. Einn af þeim baðst síðan afsökunar og við sættumst. Ég ber virðingu fyrir því," segir Ísak að lokum. Þá tók hann fram að bæði lið hafa viljað klára leikinn en dómarinn hafi einfaldlega ekki verið sammála. Pepsi Max-deildin fer af stað 30. apríl með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda. Íþróttadeild Vísis spáir því að ÍA endi í 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Í stöðunni 3-0 kom upp atvik þar sem átti að hafa soðið upp úr. Leikmaður ÍA átti þá að hafa sparkað í mann og annan. Þórður Már Gylfason, dómari leiksins, á að hafa flautað af í kjölfarið þar sem það gekk illa að róa mannskapinn. Umræddur leikmaður var Ísak Snær Þorvaldsson, miðjumaður ÍA. Hann segir málið blásið upp og þvertekur fyrir að hafa slegið leikmann KR líkt og Kristján Óli Sigurðsson, reglulegur gestur í hlaðvarpinu Dr. Football, sagði á Twitter. Ísak Snær missti hausinn gegn KR í æfingaleik.Kýlir Arnþór Inga straujar vinstri bakvörðunni og segir svo við Kr-inga suck my dick og grípur um tittlinginn á sér. — Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 22, 2021 „Ég kýli aldrei leikmann KR. Hann ætlaði að keyra inn í mig vegna þess hann var pirraður yfir einhverju sem gerðist áður. Ég hoppa fyrir aftan hann og reyni að ýta honum frá mér, ef ég fór í andlitið á honum þá var það ekki ætlunin," segir Ísak Snær í viðtali við Fótbolti.net nú í kvöld. Einnig sagði Ísak Snær að hann hefði ekki „straujað“ vinstri bakvörð KR-inga. „Hann ætlaði að hlaupa í gegn fyrir aftan mig, það eina sem ég geri er að stíga til hliðar og láta hann hlaupa á mig. Mér hefur verið sagt að gera það síðan ég var 15 ára og það hefur aldrei verið dæmt á það. Ef að leikmaðurinn meiddist eitthvað við það þá biðst ég bara afsökunar á því,“ bætti miðjumaðurinn ungi við. „Ætlaði bara að skokka í stöðuna mína og halda áfram með leikinn, þá komu tveir KR-ingar og byrja að ýta í mig. Eina sem ég geri er að svara fyrir mig. Einn af þeim baðst síðan afsökunar og við sættumst. Ég ber virðingu fyrir því," segir Ísak að lokum. Þá tók hann fram að bæði lið hafa viljað klára leikinn en dómarinn hafi einfaldlega ekki verið sammála. Pepsi Max-deildin fer af stað 30. apríl með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda. Íþróttadeild Vísis spáir því að ÍA endi í 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira