Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 16:33 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag. Án þess að segja hvort honum þætti að sýkna ætti Chauvin eða dæma hann sekan, sagðist Biden vonast til þess að úrskurðinn yrði „réttur“. Hann sagði sönnunargögnin fyrir þeim rétta dómi vera yfirþyrmandi. Miðað við samhengi orða forsetans má gera ráð fyrir því að honum finnist rétt að sakfella Chauvin. Dómarinn í málinu hefur hvatt stjórnmálamenn til að tjá sig ekki um málið svo þeir hafi ekki áhrif á kviðdómendur. Biden ítrekaði að ástæðan fyrir því að hann tjáði sig væri að búið væri að einangra kviðdómendur í málinu gegn Chauvin en réttarhöldunum lauk í gær (mánudag). Biden sagði sömuleiðis að fjölskylda Floyd vonaðist eftir ró, sama hver úrskurðurinn yrði. After phone call with George Floyd's family, President Biden says he is "praying the verdict is the right verdict," adding that he is only speaking out because the jury is sequestered. https://t.co/zstpyxCqRk pic.twitter.com/RcrACo79DU— NBC News (@NBCNews) April 20, 2021 Chauvin var ákærður fyrir morð, af annarri og þriðju gráðu, og sömuleiðis fyrir manndráp af gáleysi. Honum er gert að hafa myrt Floyd með því að halda honum niðri og halda hné sínu á hálsi Floyd í tæpar tíu mínútur, þar til hann dó. Ráðamenn í Minneapolis óttast óeirðir eftir að dómur verður kveðinn upp, sama hver niðurstaðan verður en þó sérstaklega ef Chauvin verði fundinn saklaus. Sömuleiðis verði hann fundinn sekur fyrir manndráp af gáleysi. Lögregla og þjóðvarðliðar eru með gífurlegan viðbúnað í Minneapolis, þar sem réttarhöldin fóru fram og bíða íbúar borgarinnar á nálum eftir niðurstöðu. Í samtali við AP fréttaveituna segja íbúar að borgin virðist vera hernumin en þungvopnaða hermenn, vegatálma og fleira má finna víðsvegar um borgina. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08 Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Án þess að segja hvort honum þætti að sýkna ætti Chauvin eða dæma hann sekan, sagðist Biden vonast til þess að úrskurðinn yrði „réttur“. Hann sagði sönnunargögnin fyrir þeim rétta dómi vera yfirþyrmandi. Miðað við samhengi orða forsetans má gera ráð fyrir því að honum finnist rétt að sakfella Chauvin. Dómarinn í málinu hefur hvatt stjórnmálamenn til að tjá sig ekki um málið svo þeir hafi ekki áhrif á kviðdómendur. Biden ítrekaði að ástæðan fyrir því að hann tjáði sig væri að búið væri að einangra kviðdómendur í málinu gegn Chauvin en réttarhöldunum lauk í gær (mánudag). Biden sagði sömuleiðis að fjölskylda Floyd vonaðist eftir ró, sama hver úrskurðurinn yrði. After phone call with George Floyd's family, President Biden says he is "praying the verdict is the right verdict," adding that he is only speaking out because the jury is sequestered. https://t.co/zstpyxCqRk pic.twitter.com/RcrACo79DU— NBC News (@NBCNews) April 20, 2021 Chauvin var ákærður fyrir morð, af annarri og þriðju gráðu, og sömuleiðis fyrir manndráp af gáleysi. Honum er gert að hafa myrt Floyd með því að halda honum niðri og halda hné sínu á hálsi Floyd í tæpar tíu mínútur, þar til hann dó. Ráðamenn í Minneapolis óttast óeirðir eftir að dómur verður kveðinn upp, sama hver niðurstaðan verður en þó sérstaklega ef Chauvin verði fundinn saklaus. Sömuleiðis verði hann fundinn sekur fyrir manndráp af gáleysi. Lögregla og þjóðvarðliðar eru með gífurlegan viðbúnað í Minneapolis, þar sem réttarhöldin fóru fram og bíða íbúar borgarinnar á nálum eftir niðurstöðu. Í samtali við AP fréttaveituna segja íbúar að borgin virðist vera hernumin en þungvopnaða hermenn, vegatálma og fleira má finna víðsvegar um borgina.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir „Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08 Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
„Notið skynsemina“ Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. 19. apríl 2021 21:08
Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56
Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21