Erlent

Sjónin versnar og aukin hætta á nýrnabilun

Sylvía Hall skrifar
Alexei Navalní hefur nú verið í hungurverkfalli í rúmar tvær vikur. 
Alexei Navalní hefur nú verið í hungurverkfalli í rúmar tvær vikur.  Vísir/EPA

Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur nú verið í hungurverkfalli í yfir tvær vikur og er það farið að hafa veruleg áhrif á heilsufar hans. Hann hefur krafist þess að fá læknisheimsókn í fangelsið þar sem hann þjáist af bakverkjum.

Heilsa hans hefur farið versnandi frá því að hungurverkfallið hófst og segir í frétt Reuters að sjón hans hafi hrakað og líkur á nýrnabilun fari vaxandi. Læknasamtök, sem hafa verið skilgreind sem stjórnarandstæðingar í Rússlandi, hafa fullyrt að ástand hans sé lífshættulegt.

Á Instagram-síðu Navalní kom nýverið fram að starfsmenn fangelsisins stefndu á að þvinga mat ofan í hann. Það vill hann ekki og segist hann sannfærður um að hann megi ekki fá heimsókn frá lækni af ótta við að veikindi hans verði rakin til nýrrar eitrunar.

Um áttatíu rithöfundar, leikarar, sagnfræðingar, blaðamenn og leikstjórar hafa skrifað opið bréf til Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og biðlað til hans að tryggja að Navalní fái þá nauðsynlegu læknisaðstoð sem hann þarf. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru rithöfundarnir JK Rowling og Salman Rushdie.


Tengdar fréttir

Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum

Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum.

Navalní í hungurverkfall í fangelsinu

Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.