Drottningin sat ein næst altarinu við jarðarförina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 16:06 Elísabet Englandsdrottning sat ein fremst við altarið þegar eiginmaður hennar, Filippus prins hertogi af Edinborg, var jarðsunginn í dag. Hér má sá gamla mynd af þeim hjónum. EPA-EFE/THE COUNTESS OF WESSEX Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag en athöfnin fór fram í kapellu St. Georgs við Windsorkastala. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Drottningin sat ein næst altarinu á meðan á guðsþjónustunni stóð. Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry, sátu ekki hlið við hlið heldur á móti hver öðrum við athöfnina en yfirgáfu kapelluna þó hlið við hlið. Skotið var úr fallbyssum við Lundúnaturninn og við Edinborgarkastala minningu Filippusar við upphaf athafnarinnar. Filippus prins hafði sjálfur valið tónlistina sem spiluð var við athöfnina en meðal annars voru flutt verk Benjamin Britten og William Lovelady. Skotið úr fallbyssum við Lundúnaturninn. EPA-EFE/CPL ED WRIGHT/RAF/MOD/CROWN Erkibiskupinn af Canterbury þakkaði hertoganum fyrir „trú sína og tryggð, fyrir tryggð gagnvart skyldum sínum og ráðvendni, fyrir lífstíð sína í þjónustu við þjóðina og breska samveldið og fyrir hugrekki og innblástur með forystu sinni.“ Á meðfylgjandi myndbandi frá Sky News má sjá hvar drottningin mætir til athafnarinnar í kapellunni. Hátíðlegasta stund dagsins, eins og því er lýst í frétt BBC, var þegar kista hertogans var látin síga niður í Konungshvelfinguna við undirleik herhljómsveitar. Kistan var svo prýdd blómum sem Elísabet Englandsdrottning, ekkja hertogans, valdi sjálf. Filippus prins var 99 ára þegar hann lést.EPA-EFE/Dave Jenkins/MOD/CROWN Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að fylgjast með athöfninni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók jafnframt þátt í einnar mínútu þögn fyrr í dag í minningu hertogans. In Memoriam HRH The Prince Philip, Duke of Edinburgh, 1921-2021. pic.twitter.com/nnP3It3Huk— UK Prime Minister (@10DowningStreet) April 17, 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist hertogans einnig í færslu á Twitter í dag þar sem hann rifjar sérstaklega upp heimsókn Filippusar prins til Íslands árið 1964. In 1964 Prince Philip, Duke of Edinburgh, sailed to Iceland where he was welcomed by then President Ásgeir Ásgeirsson. The archives of British Pathé include this rare footage of his journey across the North Atlantic. Blessed be the memory of Prince Philip.https://t.co/yb6PHRHzDd— President of Iceland (@PresidentISL) April 17, 2021 Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Drottningin sat ein næst altarinu á meðan á guðsþjónustunni stóð. Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry, sátu ekki hlið við hlið heldur á móti hver öðrum við athöfnina en yfirgáfu kapelluna þó hlið við hlið. Skotið var úr fallbyssum við Lundúnaturninn og við Edinborgarkastala minningu Filippusar við upphaf athafnarinnar. Filippus prins hafði sjálfur valið tónlistina sem spiluð var við athöfnina en meðal annars voru flutt verk Benjamin Britten og William Lovelady. Skotið úr fallbyssum við Lundúnaturninn. EPA-EFE/CPL ED WRIGHT/RAF/MOD/CROWN Erkibiskupinn af Canterbury þakkaði hertoganum fyrir „trú sína og tryggð, fyrir tryggð gagnvart skyldum sínum og ráðvendni, fyrir lífstíð sína í þjónustu við þjóðina og breska samveldið og fyrir hugrekki og innblástur með forystu sinni.“ Á meðfylgjandi myndbandi frá Sky News má sjá hvar drottningin mætir til athafnarinnar í kapellunni. Hátíðlegasta stund dagsins, eins og því er lýst í frétt BBC, var þegar kista hertogans var látin síga niður í Konungshvelfinguna við undirleik herhljómsveitar. Kistan var svo prýdd blómum sem Elísabet Englandsdrottning, ekkja hertogans, valdi sjálf. Filippus prins var 99 ára þegar hann lést.EPA-EFE/Dave Jenkins/MOD/CROWN Kistunni fylgdu fjögur börn Filippusar og Elísabetar, þau Karl, Andrés, Játvarður og Anna en með þeim voru þeir Vilhjálmur og Harry, synir Karls. Þar á eftir koma aðrir eins og Pétur, sonur Önnu, og eiginmaður hennar, aðmírállinn Tim Laurence. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að fylgjast með athöfninni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók jafnframt þátt í einnar mínútu þögn fyrr í dag í minningu hertogans. In Memoriam HRH The Prince Philip, Duke of Edinburgh, 1921-2021. pic.twitter.com/nnP3It3Huk— UK Prime Minister (@10DowningStreet) April 17, 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnist hertogans einnig í færslu á Twitter í dag þar sem hann rifjar sérstaklega upp heimsókn Filippusar prins til Íslands árið 1964. In 1964 Prince Philip, Duke of Edinburgh, sailed to Iceland where he was welcomed by then President Ásgeir Ásgeirsson. The archives of British Pathé include this rare footage of his journey across the North Atlantic. Blessed be the memory of Prince Philip.https://t.co/yb6PHRHzDd— President of Iceland (@PresidentISL) April 17, 2021
Bretland Kóngafólk Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira