Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2021 11:30 Harry Kane skoraði bæði mörk Tottenham í gærkvöldi, en þurfti að fara meiddur af velli í uppbótartíma. Joe Prior/Visionhaus/Getty Images Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla. Kane skoraði bæði mörk Tottenham sem gerði 2-2 jafntefli við Everton í gær. Hann þurfti þó að yfirgefa völlinn í uppbótartíma eftir að hafa lent illa og snúið sig á ökkla. Tottenham eru í harðri baráttu um Evrópusæti, og eiga enn veika von á sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Enn fremur eru nú aðeins átta dagar í að liðið spili til úrslita í deildarbikarnum gegn Manchester City. Kane er eins og áður segir markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvaldsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili með 21 mark og 13 stoðsendingar, og það væri mikið högg fyrir liðið að missa þennan mikla markaskorara í löng meiðsli á svona mikilvægum tímapunkti. Harry Kane was forced off with an injury at the end of Everton vs. Tottenham.9 days until the League Cup final against Manchester City. pic.twitter.com/Eocc9CWjCR— B/R Football (@brfootball) April 16, 2021 Jose Mourinho, þjálfari Tottenham, sagði eftir leikinn í gær að ekki væri vitað hversu alvarleg meislin væru. „Þetta er spurning sem ég vil geta svarað sem fyrst, en það er of snemmt á þessum tímapunkti,“ Sagði Mourinho. „Það að hann hafi þurft að fara af velli var ekki að ástæðulausu, það var eitthvað að.“ Eins og áður segir leika Tottenham til úrslita í deildarbikarnum á sunnudaginn eftir viku. „Við fundum allir fyrir sama óttanum um að þetta væri eitthvað sem myndi koma í veg fyrir að hann myndi spila á miðvikudaginn gegn Southampton í deildinni, og sérstaklega á sunnudaginn í deildarbikarnum. Við verðum bara að sjá til.“ Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira
Kane skoraði bæði mörk Tottenham sem gerði 2-2 jafntefli við Everton í gær. Hann þurfti þó að yfirgefa völlinn í uppbótartíma eftir að hafa lent illa og snúið sig á ökkla. Tottenham eru í harðri baráttu um Evrópusæti, og eiga enn veika von á sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Enn fremur eru nú aðeins átta dagar í að liðið spili til úrslita í deildarbikarnum gegn Manchester City. Kane er eins og áður segir markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvaldsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili með 21 mark og 13 stoðsendingar, og það væri mikið högg fyrir liðið að missa þennan mikla markaskorara í löng meiðsli á svona mikilvægum tímapunkti. Harry Kane was forced off with an injury at the end of Everton vs. Tottenham.9 days until the League Cup final against Manchester City. pic.twitter.com/Eocc9CWjCR— B/R Football (@brfootball) April 16, 2021 Jose Mourinho, þjálfari Tottenham, sagði eftir leikinn í gær að ekki væri vitað hversu alvarleg meislin væru. „Þetta er spurning sem ég vil geta svarað sem fyrst, en það er of snemmt á þessum tímapunkti,“ Sagði Mourinho. „Það að hann hafi þurft að fara af velli var ekki að ástæðulausu, það var eitthvað að.“ Eins og áður segir leika Tottenham til úrslita í deildarbikarnum á sunnudaginn eftir viku. „Við fundum allir fyrir sama óttanum um að þetta væri eitthvað sem myndi koma í veg fyrir að hann myndi spila á miðvikudaginn gegn Southampton í deildinni, og sérstaklega á sunnudaginn í deildarbikarnum. Við verðum bara að sjá til.“
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira