Erlent

Á­rásar­maðurinn karl­maður á tví­tugs­aldri

Sylvía Hall skrifar
Átta létust í árásinni.
Átta létust í árásinni. AP/Michael Conroy

Lögregla í Indianapolis í Bandaríkjunum hefur borið kennsl á mann sem talinn er hafa skotið átta manns til bana á starfsstöðvum FedEx. Maðurinn, sem framdi sjálfsvíg eftir árásina, hét Brandon Scott og var nítján ára gamall.

Þetta kemur fram á vef AP. Lögreglumenn leituðu í dag á heimili í borginni sem Scott hafði tengsl við og lögðu hald á sönnunargögn, þar á meðal tölvu og annan búnað sem talið er að geti innihaldið upplýsingar. Frekari upplýsingar fengust ekki frá lögreglu um málið.

Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir, en maðurinn hóf skothríð með riffli í gærkvöldi á bílastæði fyrir utan starfsstöðvarnar og hélt síðan inn í húsið. Eftir árásina beindi hann byssunni að sjálfum sér.

„Það var enginn ágreiningur við neinn þarna. Það var engin truflun eða átök. Hann virtist bara byrja að skjóta af handahófi,“ segir lögreglustjórinn Craig McCartt í samtali við AP.

Fjögur hinna látnu voru á bílastæðinu þegar skotárásin hófst og fjögur voru inni á starfsstöðvum FedEx. Fjölmargir særðust og voru fimm fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.


Tengdar fréttir

Átta sagðir látnir í skotárás í Indianapolis

Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í Bandaríkjunum og margir særðir. Vitni segjast hafa heyrt skothvelli á starfsstöðvum FedEx og einn segist hafa séð mann hleypa af sjálfvirku skotvopni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.