Erlent

Fjöldi fólks fylgdist með komu fallbyssukerranna

Heimir Már Pétursson skrifar

Fjöldi fólks fylgdist með því þegar þegar hin konunglega viðhafnarsveit breska hersins kom ríðandi með þrjár fallbyssukerrur í eftirdragi að Windsor-kastala í dag til undirbúnings útfarar Filippusar prins á morgun.

Þótt aðeins þrjátíu nánustu ættingjar og vinir prinsins verði viðstaddir útförina ásamt Elísabetu drottningu kemur mikill fjöldi fólks að undirbúningi og umgjörð athafnarinnar.

Hundruð karla og kvenna frá sjóher, landher og flugher Bretlands munu fylgja sérhönnuðum Land Rover af Filippussi sjálfum, sem flytja mun kistu hans í kapellu heilags Georgs við Windsor-kastala á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×