Erlent

Egede kynnir ríkis­stjórn sína síð­degis

Atli Ísleifsson skrifar
Múte Bourup Egede verður forsætisráðherra Grænlands. Hann er 34 ára.
Múte Bourup Egede verður forsætisráðherra Grænlands. Hann er 34 ára. Múte B. Egede

Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit (IA), mun kynna nýjan stjórnarsáttmála og ráðherra í ríkisstjórn sinni á fundi í menningarmiðstöðinni Katuaq í Nuuk síðar í dag.

Frá þessu segir á vef Sermitsiaq.AG, en IA vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningunum í byrjun mánaðar. Samkomulag er sagst hafa náðst um nýjan sáttmála og um það hverjir munu skipa nýja ríkisstjórn undir forsæti Egede.

Ný stjórn verður kynnt klukkan 18:15, eða 16:15 að staðartíma. Kemur þá í ljós hvort að ný stjórn muni samanstanda af tveimur eða þremur flokkum, en áður höfðu bæði Siumut og Demókratar gengið frá samningsborðinu.

Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021

  • Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn.
  • Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn.
  • Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn.
  • Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn.
  • Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn.
  • Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639.
  • Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375.

Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.

Ný stjórn verður því mynduð með IA og svo Naalaraq og mögulega Atassut. Fer það eftir því hvort að Egede vilji mynda stjórn með minnsta mögulega meirihluta, það er með sextán þingmönnum (tólf frá IA og fjóra frá Naalaraq) eða hvort að tveir þingmenn Atassut bætist við. 

Annar möguleiki er ríkisstjórn IA og Naleraq, þar sem Atassut verði stuðningsflokkur nýrrar stjórnar.

Ný stjórn verður svo formlega samþykkt þegar þingið kemur aftur saman, föstudaginn 23. apríl.


Tengdar fréttir

Siumut gengur frá samnings­borðinu

Siumut, sem hefur leitt stjórnina á Grænlandi síðustu ár, er ekki lengur hluti af stjórnarmyndunarviðræðum Inuit Ataqatigiit sem vann mikinn sigur í kosningunum í landinu í síðustu viku.

Inuit Ataqa­tigiit vann mikinn sigur í græn­lensku kosningunum

Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.