Fjölmargar skotárásir í Bandaríkjunum á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 12:41 Frá kröfugöngu um lagabreytingar varðandi byssueign í Bandaríkjunum árið 2018. AP/John Minchillo Eftir tiltölulega rólegt ár í fyrra virðist mannskæðum skotárásum fara hratt fjölgandi í Bandaríkjunum. Átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í nótt og fimm voru fluttir á sjúkrahús vegna skotsára. Minnst einn hinna særðu er í alvarlegu ástandi. Skothríðin fór fram í vöruhúsi FedEx og er árásarmaðurinn í Indianapolis er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Samkvæmt frétt New York Times er ekki búið að bera kennsl á manninn og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Lögreglan er að störfum og er búist við frekari upplýsingum í dag. Hér má sjá stutt viðtal við mann sem var í vöruhúsin þegar árásin hófst. Witness to mass shooting at Indianapolis FedEx facility describes how he had just sat down to eat lunch with a coworker when the shots rang out. https://t.co/qKDnGcMFsB pic.twitter.com/lMZaHdSfBL— ABC News (@ABC) April 16, 2021 Gun Violence Archive, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir 147 skotárásir, þar sem minnst fjórir verða fyrir skoti, hafa átt sér stað í Bandaríkjunum það sem af sé þessu ári. Meðal þeirra sem hafa verið mest áberandi var árásin í Atlanta í síðasta mánuði. Þá skaut ungur maður átta manns til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árás á þrjár mismunandi nuddstofur. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Viku síðar ruddist þungvopnaður maður inn í stórmarkað í Boulder í Colorado og skaut tíu manns til bana. Þar á meðal lögregluþjón sem var fyrstur til að mæta á vettvang. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: „Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Nokkrum dögum eftir það, í lok mars, skaut maður fjóra til bana og særði einn í skrifstofubyggingu í Kaliforníu. Meðal fórnarlamba hans var níu ára gamalt barn sem fannst í fangi móður sinnar. Hún var sú eina sem lifði árásina af. Sá var svo særður í skotbardaga við lögreglu. Hann þekkti fórnarlömb sín persónulega og hefur lögreglan sagt að viðskiptadeildur hafi leitt til árásarinnar. Sjá einnig: Barn meðal látinna í þriðju fjöldaskotárásinni á innan við mánuði Þá virðist sem að komiðo hafi verið í veg fyrir enn eina skotárás á flugvelli í San Antonio í Texas í gær. Árásarmaður var skotinn til bana eftir að hann hóf skothríð fyrir utan flugvöllinn. Maðurinn hafði keyrt gegn einstefnu í átt að flugstöð flugvallarins og tók lögregluþjónn á móti honum þar fyrir utan. Þegar lögregluþjónninn kallaði á manninn, hóf hann skothríð að lögregluþjóninum og öðrum. Maðurinn var skotinn til bana en einn borgari særðist og annar slasaðist við að flýja af vettvangi. ABC News sögðu frá því í gær að maðurinn hefði verið vopnaður .45 kalibera skammbyssu og hefði verið með mikið af skotfærum í fórum sínum. Lögreglan telur að mörgum lífum hafi verið bjargað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17 Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Minnst einn hinna særðu er í alvarlegu ástandi. Skothríðin fór fram í vöruhúsi FedEx og er árásarmaðurinn í Indianapolis er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Samkvæmt frétt New York Times er ekki búið að bera kennsl á manninn og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Lögreglan er að störfum og er búist við frekari upplýsingum í dag. Hér má sjá stutt viðtal við mann sem var í vöruhúsin þegar árásin hófst. Witness to mass shooting at Indianapolis FedEx facility describes how he had just sat down to eat lunch with a coworker when the shots rang out. https://t.co/qKDnGcMFsB pic.twitter.com/lMZaHdSfBL— ABC News (@ABC) April 16, 2021 Gun Violence Archive, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir 147 skotárásir, þar sem minnst fjórir verða fyrir skoti, hafa átt sér stað í Bandaríkjunum það sem af sé þessu ári. Meðal þeirra sem hafa verið mest áberandi var árásin í Atlanta í síðasta mánuði. Þá skaut ungur maður átta manns til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árás á þrjár mismunandi nuddstofur. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Viku síðar ruddist þungvopnaður maður inn í stórmarkað í Boulder í Colorado og skaut tíu manns til bana. Þar á meðal lögregluþjón sem var fyrstur til að mæta á vettvang. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: „Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Nokkrum dögum eftir það, í lok mars, skaut maður fjóra til bana og særði einn í skrifstofubyggingu í Kaliforníu. Meðal fórnarlamba hans var níu ára gamalt barn sem fannst í fangi móður sinnar. Hún var sú eina sem lifði árásina af. Sá var svo særður í skotbardaga við lögreglu. Hann þekkti fórnarlömb sín persónulega og hefur lögreglan sagt að viðskiptadeildur hafi leitt til árásarinnar. Sjá einnig: Barn meðal látinna í þriðju fjöldaskotárásinni á innan við mánuði Þá virðist sem að komiðo hafi verið í veg fyrir enn eina skotárás á flugvelli í San Antonio í Texas í gær. Árásarmaður var skotinn til bana eftir að hann hóf skothríð fyrir utan flugvöllinn. Maðurinn hafði keyrt gegn einstefnu í átt að flugstöð flugvallarins og tók lögregluþjónn á móti honum þar fyrir utan. Þegar lögregluþjónninn kallaði á manninn, hóf hann skothríð að lögregluþjóninum og öðrum. Maðurinn var skotinn til bana en einn borgari særðist og annar slasaðist við að flýja af vettvangi. ABC News sögðu frá því í gær að maðurinn hefði verið vopnaður .45 kalibera skammbyssu og hefði verið með mikið af skotfærum í fórum sínum. Lögreglan telur að mörgum lífum hafi verið bjargað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17 Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36
Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17
Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24