Tvö mörk Gylfa dugðu ekki til sigurs gegn gömlu fé­lögunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi skorar síðara mark sitt og Everton í kvöld.
Gylfi skorar síðara mark sitt og Everton í kvöld. Peter Powell/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Everton er liðið gerði 2-2 jafntefli við á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bæði lið standa því í stað í baráttunni um Evrópusæti.

Gylfi var áfram á sínum stað í byrjunarliði Everton en hann lék vinstra megin á vellinum. Hann og James Rodriguez náðu vel saman en það voru hins vegar gestirnri sem komust yfir.

Eftir fyrirgjöf þá fleytti Michael Kane boltanum lengra inn á teiginn þar sem Harry Kane beið einn og óvaldaður og kom boltanum fram hjá Jordan Pickford sem var aftur kominn í markið hjá Everton.

Kane kom Tottenham yfir á 27. mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Gylfi metin úr vítaspyrnu eftir að James Rodriguez var felldur í teignum. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Gylfi kom svo Everton aftur yfir á 62. mínútu með stórkostlegu marki. Eftir fyrirgjöf Seamus Coleman þá kláraði íslenski landsliðsmaðurinn frábærlega með vinstri fæti.

Everton var þó ekki lengi yfir því sjö mínútum síðar hafði Kane skorað annað mark sitt í leiknum, aftur eftir varnarmistök Everton. Allt jafnt og tuttugu mínútur eftir.

Heimamenn fengu besta færið undir lokin er varamaðurinn Joshua King komst einn gegn Hugo Lloris sem sá við honum. Fleiri urðu mörkin ekki og loktaölur 2-2.

Tottenham er í sjöunda sætinu með 50 stig en Everton er sæti neðar með 49 stig. Everton á þó leik til góða en Gylfi spilaði allan leikinn fyrir þá bláklæddu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira