Danir taka upp Covid-vegabréf í síma Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2021 22:02 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu. Evrópa náði þeim vafasama áfanga í síðustu viku að þar hafa yfir milljón manns látist af völdum Covid-19 frá því faraldurinn kom þar upp fyrir rúmu ári. Aðeins í elsta aldurshópnum má greina fækkun dauðsfalla en í þeim aldurshópi hafa líka flestir verið bólusettir. Dr. Hans Kluge svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að níu þúsund og fimm hundruð greinist á hverri klukkustund í Evrópu eða hundrað og sextíu á hverri mínútu. Hann hvatti til áframhaldandi notkunar AstraZeneca bóluefnisins enda væru mun meiri líkur á að fólk fái blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margar þjóðir hafa gert hlé á notkun AstraZeneca bóluefnisins og Danir hafa ákveðið að hætta notkun þess alfarið vegna áhættu hjá mjög litlum hópi á að fá blóðtappa. En hér á landi hefur verið ákveðið að nota efnið eingöngu fyrir elstu aldurshópanna. Dr. Kluge segir þá sem smitist af covid í mun meiri hættu á að fá blóðtappa en þá sem eru bólusettir með AstraZeneca. „Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að AstraZeneca virkar mjög vel við að draga úr innlögnum á sjúkrahús og til að fækka dauðsföllum,“ segir Dr. Kluge. Fólk með vegabréfin getur framvísað því í tívolíinu í Kaupmannahöfn.Getty Ísland mun taka þátt í því með öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins að innleiða grænt rafrænt covid-vottorð í farsíma. Danir hafa þegar innleitt eigin útgáfu af slíku vottorði og nota það á ólíkustu stöðum eins og í Tívolí og á hárgreiðslustofum. En um þessar mundir er fyrst verið að slaka á nánast algerri lokun samfélagsins í Danmörku síðustu tólf mánuðina. Kasper Schumacher forstjóri Tívolí skemmtigarðsins segist mjög ánægður með Covid-vegabréfið. „Nú getum við opnað garðinn aftur og boðið gesti okkar velkomna á ný. Við erum mjög ánægð með það,“ segir forstjórinn. Hárskeri á einnu stofu Kaupmannahafnar segist einnig vera mjög ánægður með kórónupassann eins og Danir kalla fyrirbærið. Hann virki mjög vel þótt það geti verið leiðinlegt að vísa fólki frá sem hafi ekki náð að tileinka sér reglurnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Evrópa náði þeim vafasama áfanga í síðustu viku að þar hafa yfir milljón manns látist af völdum Covid-19 frá því faraldurinn kom þar upp fyrir rúmu ári. Aðeins í elsta aldurshópnum má greina fækkun dauðsfalla en í þeim aldurshópi hafa líka flestir verið bólusettir. Dr. Hans Kluge svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að níu þúsund og fimm hundruð greinist á hverri klukkustund í Evrópu eða hundrað og sextíu á hverri mínútu. Hann hvatti til áframhaldandi notkunar AstraZeneca bóluefnisins enda væru mun meiri líkur á að fólk fái blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það væri bólusett með AstraZeneca. Margar þjóðir hafa gert hlé á notkun AstraZeneca bóluefnisins og Danir hafa ákveðið að hætta notkun þess alfarið vegna áhættu hjá mjög litlum hópi á að fá blóðtappa. En hér á landi hefur verið ákveðið að nota efnið eingöngu fyrir elstu aldurshópanna. Dr. Kluge segir þá sem smitist af covid í mun meiri hættu á að fá blóðtappa en þá sem eru bólusettir með AstraZeneca. „Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að AstraZeneca virkar mjög vel við að draga úr innlögnum á sjúkrahús og til að fækka dauðsföllum,“ segir Dr. Kluge. Fólk með vegabréfin getur framvísað því í tívolíinu í Kaupmannahöfn.Getty Ísland mun taka þátt í því með öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins að innleiða grænt rafrænt covid-vottorð í farsíma. Danir hafa þegar innleitt eigin útgáfu af slíku vottorði og nota það á ólíkustu stöðum eins og í Tívolí og á hárgreiðslustofum. En um þessar mundir er fyrst verið að slaka á nánast algerri lokun samfélagsins í Danmörku síðustu tólf mánuðina. Kasper Schumacher forstjóri Tívolí skemmtigarðsins segist mjög ánægður með Covid-vegabréfið. „Nú getum við opnað garðinn aftur og boðið gesti okkar velkomna á ný. Við erum mjög ánægð með það,“ segir forstjórinn. Hárskeri á einnu stofu Kaupmannahafnar segist einnig vera mjög ánægður með kórónupassann eins og Danir kalla fyrirbærið. Hann virki mjög vel þótt það geti verið leiðinlegt að vísa fólki frá sem hafi ekki náð að tileinka sér reglurnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira