Fótbolti

Sjáðu ó­trú­legt mark Taremi, mark Bayern og skot Neymar sem höfnuðu í marksúlunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mark Porto var af dýrari gerðinni.
Mark Porto var af dýrari gerðinni. Marcelo del Pozo/Reuters

Porto og Bayern unnu 1-0 sigra á Chelsea og PSG í gærkvöld. Það dugði ekki til þar sem bæði liðin féllu úr leik en mörk gærkvöldsins má finna í fréttinni. Mark Porto er með flottari mörkum Meistaradeildarinnar í ár.

Evrópumeistarar Bayern töpuðu 3-2 gegn Paris Saint-Germain á heimavelli sínum fyrir viku og þurftu því að vinna leik gærkvöldsins til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit. 

Klippa: Mark Bayern og skot Neymar í marksúlurnar

Þeir unnu leikinn 1-0 þökk sé marki Eric Maxim Choupo-Moting en það dugði ekki til og Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brasilíumaðurinn Neymar hélt í tvígang að hann hefði skorað en í bæði skiptin small knötturinn í marksúlm marks Manuels Neuer.

Chelsea vann Porto 2-0 er liðin mættust í Portúgal fyrir viku og var því í góðum málum fyrir leik liðanna í gærkvöld. Porto skoraði seint í leiknum og vann leikinn 1-0 en tapaði einvíginu 2-1. Ef lífið væri sanngjarnt hefði mark Porto gilt sem tvö en það var hreint út sagt magnað.

Klippa: Ótrúlegt mark Porto

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik

Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München.

Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap

Chelsea er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 tap gegn Porto í Kvöld. Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 og voru því í góðum málum fyrir leikinn í kvöld.

Chelsea oftast enskra liða í undan­úr­slit

Þrátt fyrir 0-1 tap á heimavelli gegn Porto í gær í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu komst Chelsea samt sem áður í undanúrslit keppninnar. Er þetta í áttunda sinn sem Chelsea kemst þangað en engu liði hefur tekist það oftar.

Tuchel sagði Conceicao að „fokka sér“

Sergio Conceicao, knattspyrnustjóri Porto, segir að Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hafi sagt sér að fara til fjandans eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×