Fótbolti

Chelsea oftast enskra liða í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Reece James og Christian Pulisic eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu með Chelsea.
Reece James og Christian Pulisic eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu með Chelsea. EPA-EFE/Julio Munoz

Þrátt fyrir 0-1 tap á heimavelli gegn Porto í gær í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu komst Chelsea samt sem áður í undanúrslit keppninnar. Er þetta í áttunda sinn sem Chelsea kemst þangað en engu liði hefur tekist það oftar.

Chelsea og Manchester United hafa verið jöfn í þó nokkur ár en bæði lið höfðu komist sjö sinnum í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Chelsea var síðast í undanúrslitum vorið 2014 á meðan Manchester United hefur ekki verið þar síðan 2011.

Segja má að þetta komi í bylgjum hjá Lundúna-liðinu og mögulega er þetta byrjunin á næstu bylgju. Liðið komst í undanúrslit frá 2004 til 2006. Aftur 2008 og 2009 áður en það fór alla leið í úrslit og vann Meistaradeildina eftirminnilega árið 2012.

Það eru svo komin sjö ár síðan liðið var síðast í undanúrslitum. Thomas Tuchel er nú kominn á stall með José Mourinho, Avram Grant, Guus Hiddink og Roberto Di Matteo en sá síðast nefndi stýrði liðinu til sigurs ársins 2012.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap

Chelsea er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 tap gegn Porto í Kvöld. Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 og voru því í góðum málum fyrir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×