Fótbolti

Tuchel segir það mikið afrek að komast í undanúrslitin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thomas Tuchel var sáttur með sína menn eftir sigur kvöldsins.
Thomas Tuchel var sáttur með sína menn eftir sigur kvöldsins. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur með það að vera kominn með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Tuchel segir að sínir menn séu orðnir vanir stóru leikjunum.

„Maður finnur alltaf þegar það er mikil pressa, en við erum vanir því,“ sagði Tuchel eftir sigur kvöldsins. „Við spiluðum við Manchester United, Liverpool, Everton og Atletico Madrid á tveim vikum. Það var leikur á þriggja daga fresti.“

„Við töluðum ekkert um úrslitin úr fyrri leiknum. Við töluðum bara um hvað við þyrftum að gera ef þú ert stressaður. Þá þarftu að nota líkamann, leggja hart á þig og svitna.“

Tuchel segir það vera mikið afrek að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

„Ég hef reynt að gefa leikmönnum mínum sjálfstraust og sína þeim hvað það er að vera lið. Það er gott fyrir þá að geta treyst hver á annan sem er mjög mikilvægt. Við erum að verða mjög sterkt lið og að komast í undanúrslitin er stórt afrek.“

Aðspurður að því hvort hann myndi vilja mæta Real Madrid eða Liverpool í undanúrslitum segist Tuchel frekar vilja mæta spænsku risunum.

„Ég vil almennt ekki mæta liðum úr sömu deild og mitt lið í Meistaradeildinni. Það gefur meiri tilfinningu eins og þú sért í Evrópukeppni, en það er það eina. Einvígið er langt frá því að vera búið og ég mun klárlega fylgjast með honum.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.