Fótbolti

Telur sína menn ekki lík­legasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópu­meistarana

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pochettino og PSG eru í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Pochettino og PSG eru í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS

Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld.

Pochettino sat fyrir svörum á blaðamannafundi að leik loknum. Bayern vann leikinn 1-0 og einvíginu lauk 3-3 en PSG, sem óð í færum í gær, fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

„Nei það tel ég ekki. Við slógum Barcelona út í 16-liða úrslitum og núna Bayern. Ég tel okkur hafa átt skilið að fara áfram en ég tel ekki að PSG sé sigurstranglegasta lið Meistaradeildar Evrópu um þessar mundir. Það eru hörkulið eftir í keppninni.“

„Við erum komnir áfram sem og Chelsea. Á morgun [í dag] sjám við hvað gerist í viðureignum Marnchester City gegn Borussia Dortmund og Liverpool gegn Real Madrid. Ég held að það öll liðin sem komist í undanúrslit hafi jafn góða möguleika á að vinna keppnina,“ sagði Pochettino að lokum.

Báðar viðureignirnar sem Pochettino nefnir hefjast klukkan 19.00 í kvöld og verða í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18.15.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.