Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2021 16:02 Biden og Pútín á fundi árið 2011 þegar Biden var varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. Spenna á milli Rússa og Úkraínumanna hefur farið vaxandi undanfarna daga eftir að stjórnvöld í Kreml hófu mikla liðssöfnun við landamærin. Rússar styðja við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu en átök þeirra við úkraínska stjórnarherinn hafa kostað þúsundir mannslífa undanfarin ár. Uppreisnin hófst eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við úkraínska bandamenn sína í símtali þeirra Pútín í dag samkvæmt opinberri yfirlýsingu Hvíta hússins. Lýsti hann áhyggjum af hernaðaruppbyggingu Rússa á Krímskaga og við landamæri Úkraínu. Bandaríkin ætluðu sér ekki að hvika frá skuldbindingu sinni gagnvart fullveldi Úkraínu og friðhelgi landssvæðis hennar. Bandaríkin hafa þegar brugðist við liðssöfnun Rússa með því að senda herskip á Svartahaf. Það fer fyrir brjóstið á stjórnvöldum í Kreml. Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði herskipasiglingarnar ögrun í dag og að Bandaríkjamönnum væri hollast að halda sig víðsfjarri Krímskaga og Svartahafsströnd Rússlands. NEW: POTUS and Putin spoke today for the second time since Biden took office. Biden also made clear that the United States will act firmly in defense of its national interests in response to Russia s actions... pic.twitter.com/eqrM3tKWV9— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2021 Vill stöðugt og fyrirsjáanlegt samband við Rússland Í símtalinu Lagði Biden jafnframt áherslu á stjórn hans ætli sér að ganga hart fram í að tryggja hagsmuni sína gagnvart aðgerðum Rússa, þar á meðal í tengslum við tölvuárásir og afskipti af kosningum. Rússar hafa undanfarið staðið að baki umfangsmiklum tölvuárásum og kosningaafskiptum í Bandaríkjunum og fleiri vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi reynt að koma höggi á Biden sjálfan fyrir kosningarnar vestanhafs í haust, meðal annars með því að dreifa upplýsingum sem áttu draga upp dökka mynd af syni Biden, Hunter. Pútín Rússlandsforseti hafi persónulega gefið skipun um það. Þrátt fyrir það lýsti Biden því markmiði sínu að byggja upp „stöðugt og fyrirsjáanlegt“ samband við Rússland í samræmi við hagsmuni Bandaríkjanna, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Í því skyni lagði Biden til að þeir Pútín funduðu utan Rússlands eða Bandaríkjanna á næstu mánuðum til þess að ræða öll helstu deilumál ríkjanna tveggja. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Spenna á milli Rússa og Úkraínumanna hefur farið vaxandi undanfarna daga eftir að stjórnvöld í Kreml hófu mikla liðssöfnun við landamærin. Rússar styðja við bakið á uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu en átök þeirra við úkraínska stjórnarherinn hafa kostað þúsundir mannslífa undanfarin ár. Uppreisnin hófst eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við úkraínska bandamenn sína í símtali þeirra Pútín í dag samkvæmt opinberri yfirlýsingu Hvíta hússins. Lýsti hann áhyggjum af hernaðaruppbyggingu Rússa á Krímskaga og við landamæri Úkraínu. Bandaríkin ætluðu sér ekki að hvika frá skuldbindingu sinni gagnvart fullveldi Úkraínu og friðhelgi landssvæðis hennar. Bandaríkin hafa þegar brugðist við liðssöfnun Rússa með því að senda herskip á Svartahaf. Það fer fyrir brjóstið á stjórnvöldum í Kreml. Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði herskipasiglingarnar ögrun í dag og að Bandaríkjamönnum væri hollast að halda sig víðsfjarri Krímskaga og Svartahafsströnd Rússlands. NEW: POTUS and Putin spoke today for the second time since Biden took office. Biden also made clear that the United States will act firmly in defense of its national interests in response to Russia s actions... pic.twitter.com/eqrM3tKWV9— Natasha Bertrand (@NatashaBertrand) April 13, 2021 Vill stöðugt og fyrirsjáanlegt samband við Rússland Í símtalinu Lagði Biden jafnframt áherslu á stjórn hans ætli sér að ganga hart fram í að tryggja hagsmuni sína gagnvart aðgerðum Rússa, þar á meðal í tengslum við tölvuárásir og afskipti af kosningum. Rússar hafa undanfarið staðið að baki umfangsmiklum tölvuárásum og kosningaafskiptum í Bandaríkjunum og fleiri vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi reynt að koma höggi á Biden sjálfan fyrir kosningarnar vestanhafs í haust, meðal annars með því að dreifa upplýsingum sem áttu draga upp dökka mynd af syni Biden, Hunter. Pútín Rússlandsforseti hafi persónulega gefið skipun um það. Þrátt fyrir það lýsti Biden því markmiði sínu að byggja upp „stöðugt og fyrirsjáanlegt“ samband við Rússland í samræmi við hagsmuni Bandaríkjanna, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Í því skyni lagði Biden til að þeir Pútín funduðu utan Rússlands eða Bandaríkjanna á næstu mánuðum til þess að ræða öll helstu deilumál ríkjanna tveggja.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08 Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Spennan magnast áfram í Úkraínu Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. 13. apríl 2021 11:08
Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22
Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12