Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2021 14:22 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti víglinuna í Donbass á föstudaginn. AP/Forsetaembætti Úkraínu Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, segist ekki vita til þess að viðræðubeiðni hafi borist frá Úkraínu. Rússar hafa sent fjölmarga hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Talsmaður Selenskís segir um 40 þúsund rússneska hermenn við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi sömuleiðis sent um 40 þúsund hermenn til Krímskaga, samkvæmt frétt Reuters. Í Rússlandi saka ráðamenn þó yfirvöld í Kænugarði um að valda spennu á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Sky News sem sendi fréttamenn til að kanna aukin viðbúnað Rússa á svæðinu. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Sjá einnig: Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Þá hafa Rússar staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum í Donbass í austurhluta Úkraínu og útvegað þeim meðal annars vopn og menn. Rússneskir hermenn hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna en ráðamenn í Rússlandi segja þá hermenn hafa verið í fríi. Frá því átökin hófust hafa um fjórtán þúsund manns fallið þeirra vegna, samkvæmt yfirvöldum í Kænugarði. Nú síðast féll úkraínskur hermaður í gær og segja Úkraínumenn að hann hafi fallið þegar aðskilnaðarsinnar vörpuðu sprengjum á hermenn. Úkraínumenn segja 27 hermenn hafa fallið í árásum aðskilnaðarsinna á þessu ári. Segja Úkraínumönnum um að kenna Peskov sagði í dag að Pútín vonaðist til þess að Úkraínumenn dragi úr viðbúnaði þeirra á landamærunum og þannig væri hægt að draga úr spennunni. Rússar hafa sakað Úkraínumenn um „hættulegar“ aðgerðir í Donbass og í sama mund segja þeir að þeim sé frjálst að færa hermenn innan eigin landamæra. Vestrænir bandamenn Úkraínu hafa sakað ríkisstjórn Pútíns um að reyna að skapa krísu, sem er í takt við ummæli ráðamanna í Úkraínu sem segjast óttast að Pútín ætli sér að stappa stálinu í Rússa í aðdraganda þingkosninga í haust með því að gera óvin úr Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa heitið því að standa við bakið á Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að aðgerðir Rússa muni hafa afleiðingar. Hann er nú á leið til Brussel þar sem hann mun meðal annars ræða við Evrópumenn um ástandið í Úkraínu og Rússlandi. Úkraína Rússland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, segist ekki vita til þess að viðræðubeiðni hafi borist frá Úkraínu. Rússar hafa sent fjölmarga hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Talsmaður Selenskís segir um 40 þúsund rússneska hermenn við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi sömuleiðis sent um 40 þúsund hermenn til Krímskaga, samkvæmt frétt Reuters. Í Rússlandi saka ráðamenn þó yfirvöld í Kænugarði um að valda spennu á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Sky News sem sendi fréttamenn til að kanna aukin viðbúnað Rússa á svæðinu. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Sjá einnig: Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Þá hafa Rússar staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum í Donbass í austurhluta Úkraínu og útvegað þeim meðal annars vopn og menn. Rússneskir hermenn hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna en ráðamenn í Rússlandi segja þá hermenn hafa verið í fríi. Frá því átökin hófust hafa um fjórtán þúsund manns fallið þeirra vegna, samkvæmt yfirvöldum í Kænugarði. Nú síðast féll úkraínskur hermaður í gær og segja Úkraínumenn að hann hafi fallið þegar aðskilnaðarsinnar vörpuðu sprengjum á hermenn. Úkraínumenn segja 27 hermenn hafa fallið í árásum aðskilnaðarsinna á þessu ári. Segja Úkraínumönnum um að kenna Peskov sagði í dag að Pútín vonaðist til þess að Úkraínumenn dragi úr viðbúnaði þeirra á landamærunum og þannig væri hægt að draga úr spennunni. Rússar hafa sakað Úkraínumenn um „hættulegar“ aðgerðir í Donbass og í sama mund segja þeir að þeim sé frjálst að færa hermenn innan eigin landamæra. Vestrænir bandamenn Úkraínu hafa sakað ríkisstjórn Pútíns um að reyna að skapa krísu, sem er í takt við ummæli ráðamanna í Úkraínu sem segjast óttast að Pútín ætli sér að stappa stálinu í Rússa í aðdraganda þingkosninga í haust með því að gera óvin úr Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa heitið því að standa við bakið á Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að aðgerðir Rússa muni hafa afleiðingar. Hann er nú á leið til Brussel þar sem hann mun meðal annars ræða við Evrópumenn um ástandið í Úkraínu og Rússlandi.
Úkraína Rússland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira