Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2021 14:22 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti víglinuna í Donbass á föstudaginn. AP/Forsetaembætti Úkraínu Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, segist ekki vita til þess að viðræðubeiðni hafi borist frá Úkraínu. Rússar hafa sent fjölmarga hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Talsmaður Selenskís segir um 40 þúsund rússneska hermenn við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi sömuleiðis sent um 40 þúsund hermenn til Krímskaga, samkvæmt frétt Reuters. Í Rússlandi saka ráðamenn þó yfirvöld í Kænugarði um að valda spennu á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Sky News sem sendi fréttamenn til að kanna aukin viðbúnað Rússa á svæðinu. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Sjá einnig: Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Þá hafa Rússar staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum í Donbass í austurhluta Úkraínu og útvegað þeim meðal annars vopn og menn. Rússneskir hermenn hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna en ráðamenn í Rússlandi segja þá hermenn hafa verið í fríi. Frá því átökin hófust hafa um fjórtán þúsund manns fallið þeirra vegna, samkvæmt yfirvöldum í Kænugarði. Nú síðast féll úkraínskur hermaður í gær og segja Úkraínumenn að hann hafi fallið þegar aðskilnaðarsinnar vörpuðu sprengjum á hermenn. Úkraínumenn segja 27 hermenn hafa fallið í árásum aðskilnaðarsinna á þessu ári. Segja Úkraínumönnum um að kenna Peskov sagði í dag að Pútín vonaðist til þess að Úkraínumenn dragi úr viðbúnaði þeirra á landamærunum og þannig væri hægt að draga úr spennunni. Rússar hafa sakað Úkraínumenn um „hættulegar“ aðgerðir í Donbass og í sama mund segja þeir að þeim sé frjálst að færa hermenn innan eigin landamæra. Vestrænir bandamenn Úkraínu hafa sakað ríkisstjórn Pútíns um að reyna að skapa krísu, sem er í takt við ummæli ráðamanna í Úkraínu sem segjast óttast að Pútín ætli sér að stappa stálinu í Rússa í aðdraganda þingkosninga í haust með því að gera óvin úr Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa heitið því að standa við bakið á Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að aðgerðir Rússa muni hafa afleiðingar. Hann er nú á leið til Brussel þar sem hann mun meðal annars ræða við Evrópumenn um ástandið í Úkraínu og Rússlandi. Úkraína Rússland Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, segist ekki vita til þess að viðræðubeiðni hafi borist frá Úkraínu. Rússar hafa sent fjölmarga hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Talsmaður Selenskís segir um 40 þúsund rússneska hermenn við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi sömuleiðis sent um 40 þúsund hermenn til Krímskaga, samkvæmt frétt Reuters. Í Rússlandi saka ráðamenn þó yfirvöld í Kænugarði um að valda spennu á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Sky News sem sendi fréttamenn til að kanna aukin viðbúnað Rússa á svæðinu. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Sjá einnig: Sagður hafa misst stjórn á sér og hótað að eyða her Úkraínu Þá hafa Rússar staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum í Donbass í austurhluta Úkraínu og útvegað þeim meðal annars vopn og menn. Rússneskir hermenn hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna en ráðamenn í Rússlandi segja þá hermenn hafa verið í fríi. Frá því átökin hófust hafa um fjórtán þúsund manns fallið þeirra vegna, samkvæmt yfirvöldum í Kænugarði. Nú síðast féll úkraínskur hermaður í gær og segja Úkraínumenn að hann hafi fallið þegar aðskilnaðarsinnar vörpuðu sprengjum á hermenn. Úkraínumenn segja 27 hermenn hafa fallið í árásum aðskilnaðarsinna á þessu ári. Segja Úkraínumönnum um að kenna Peskov sagði í dag að Pútín vonaðist til þess að Úkraínumenn dragi úr viðbúnaði þeirra á landamærunum og þannig væri hægt að draga úr spennunni. Rússar hafa sakað Úkraínumenn um „hættulegar“ aðgerðir í Donbass og í sama mund segja þeir að þeim sé frjálst að færa hermenn innan eigin landamæra. Vestrænir bandamenn Úkraínu hafa sakað ríkisstjórn Pútíns um að reyna að skapa krísu, sem er í takt við ummæli ráðamanna í Úkraínu sem segjast óttast að Pútín ætli sér að stappa stálinu í Rússa í aðdraganda þingkosninga í haust með því að gera óvin úr Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa heitið því að standa við bakið á Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að aðgerðir Rússa muni hafa afleiðingar. Hann er nú á leið til Brussel þar sem hann mun meðal annars ræða við Evrópumenn um ástandið í Úkraínu og Rússlandi.
Úkraína Rússland Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira