Siumut gengur frá samningsborðinu Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2021 13:43 Allt stefnir í að Múte Bourup Egede, leiðtogi IA, verði næsti forsætisráðherra Grænlands. EPA Siumut, sem hefur leitt stjórnina á Grænlandi síðustu ár, er ekki lengur hluti af stjórnarmyndunarviðræðum Inuit Ataqatigiit sem vann mikinn sigur í kosningunum í landinu í síðustu viku. Þetta segir leiðtogi IA, Múte B. Egede, í samtali við Sermitsiaq.AG. Egede er talinn líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Egede segir að IA stefni nú að því að mynda stjórn með flokkunum Naleraq og Atassut, en áður höfðu Demókratar tilkynnt að þeir myndu ekki eiga aðild að nýrri stjórn. Alls þarf sextán þingmenn til að ná meirihluta á grænlenska þinginu. Egede segir mikilvægt fyrir Grænlendinga að samkomulag náist um trausta stjórn til að stýra landinu næstu fjögur árin. Egede segir að mikill óstöðugleiki ríki innan Siumut og sömuleiðis hafi valdabarátta farið þar fram fyrir opnum tjöldum. Vísar hann þar í baráttu Eriks Jensen og Kim Kielsen, fráfarandi forsætisráðherra, en Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns Siumut í nóvember síðastliðinn. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Egede leggur áherslu að viðræður IA og Siumut hafi þó farið fram á virðulegan máta, en innanflokksátökin hafi að lokum fengið formanninn Jensen til að ganga frá samningsborðinu. Ekki þarf að koma á óvart að IA og Siumut nái ekki saman um myndun stjórnar þar sem flokkarnir hafi ólíkar skoðanir þegar kemur að helsta kosningamálinu, það er áætlanir um námuvinnslu í Narsaq. Siumut var fylgjandi námuvinnslunni, en IA lagðist gegn henni. Grænland Tengdar fréttir Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. 7. apríl 2021 12:43 Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Þetta segir leiðtogi IA, Múte B. Egede, í samtali við Sermitsiaq.AG. Egede er talinn líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Egede segir að IA stefni nú að því að mynda stjórn með flokkunum Naleraq og Atassut, en áður höfðu Demókratar tilkynnt að þeir myndu ekki eiga aðild að nýrri stjórn. Alls þarf sextán þingmenn til að ná meirihluta á grænlenska þinginu. Egede segir mikilvægt fyrir Grænlendinga að samkomulag náist um trausta stjórn til að stýra landinu næstu fjögur árin. Egede segir að mikill óstöðugleiki ríki innan Siumut og sömuleiðis hafi valdabarátta farið þar fram fyrir opnum tjöldum. Vísar hann þar í baráttu Eriks Jensen og Kim Kielsen, fráfarandi forsætisráðherra, en Jensen bolaði Kielsen úr stóli formanns Siumut í nóvember síðastliðinn. Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Egede leggur áherslu að viðræður IA og Siumut hafi þó farið fram á virðulegan máta, en innanflokksátökin hafi að lokum fengið formanninn Jensen til að ganga frá samningsborðinu. Ekki þarf að koma á óvart að IA og Siumut nái ekki saman um myndun stjórnar þar sem flokkarnir hafi ólíkar skoðanir þegar kemur að helsta kosningamálinu, það er áætlanir um námuvinnslu í Narsaq. Siumut var fylgjandi námuvinnslunni, en IA lagðist gegn henni.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Tengdar fréttir Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. 7. apríl 2021 12:43 Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. 7. apríl 2021 12:43
Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45