Fótbolti

Sergio Ramos er með veiruna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bæði Sergio Ramos og Raphaël Varane hafa greinst með Covid-19 á stuttum tíma.
Bæði Sergio Ramos og Raphaël Varane hafa greinst með Covid-19 á stuttum tíma. David S. Bustamante/Getty Images

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, er með kórónuveiruna. Frá þessu var greint nú rétt í þessu.

Það er ef til vill lán í óláni að hinn 35 ára gamli Ramos sé frá vegna meiðsla sem stendur en það stóð aldrei til að hann myndi ná leikjunum gegn Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þá missti hann einnig af stórleiknum gegn Barcelona, El Clásico, um helgina.

Real vann bæði Liverpool og Barcelona en nú þarf Zinedine Zidane, þjálfari Real, eflaust að bíða töluvert lengur eftir að fyrirliði sinn verði heill heilsu.

Raphaël Varane – hinn hluti miðvarðarpars Real – greindist einnig með veiruna nýverið og hefur hann því verið fjarri góðu gamni í leikjunum gegn Liverpool og Barcelona.

Real leiðir 3-1 eftir fyrri leikinn gegn Liverpool en liðin mætast á Anfield annað kvöld. Ljóst er að Ramos verður ekki í stúkunni líkt og í undanförnum leikjum er hann þarf að fara í einangrun heima hjá sér í Madríd.

Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 19.00 annað kvöld og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Ó­vænt topp­bar­átta á Spáni

Á meðan Manchester City er þegar farið að skipuleggja athöfnina er liðið tekur á móti Englandsmeistaratitlinum og Inter Milan er að stöðva einokun Juventus á Ítalíu þá virðist sem hörku titilbarátta sé fram undan á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×