Fótbolti

Messi hefur ekki skorað gegn Real síðan Ron­aldo yfir­gaf Spán

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi í rigningunni rosalegu í Madríd í gær.
Messi í rigningunni rosalegu í Madríd í gær. Angel Martinez/Getty Images

Lionel Messi náði ekki að skora gegn Real Madrid í gærkvöldi og þetta var ekki fyrsti leikurinn sem Argentínumanninum mistekst að skora gegn Real.

Hann hefur nefnilega ekki skorað gegn Real síðan í maí 2018 en það var einmitt síðasti leikur Cristiano Ronaldo áður en hann yfirgaf Real og gekk í raðir Juventus.

Messi hefur því spilað sex deildarleiki gegn Real frá því síðasta marki en Oscar Mingueza skoraði mark Barcelona í 2-1 tapinu gegn Real í gær.

Messi hefur þó reynt og rúmlega það en það sést á tölfræðinni sem Squawka Football hefur tekið saman.

Argentínski snillingurinn hefur nefnilega skotið 21 sinnum að marki Real án þess að skora en sjö þeirra komu í gær.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×