Fótbolti

Varane með veiruna og missir af leikjunum gegn Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Raphaël Varane missir af næstu leikjum Real Madrid.
Raphaël Varane missir af næstu leikjum Real Madrid. getty/DeFodi Images

Raphaël Varane, miðvörður Real Madrid, er með kórónuveiruna og missir af leiknum gegn Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Real Madrid staðfesti þetta í morgun.

Spánarmeistararnir verða því án bæði Varanes og fyrirliðans Sergios Ramos gegn Liverpool í kvöld.

Franski heimsmeistarinn missir einnig af seinni leiknum gegn Liverpool í næstu viku sem og stórleiknum gegn Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.

Éder Militao og Nacho munu væntanlega standa vaktina í miðri vörn Real Madrid gegn Liverpool í kvöld.

Stuðningsmenn Liverpool vorkenna Madrídingum eflaust lítið enda eru Virgil van Dijk, Joël Matip og Joe Gomez allir á sjúkralistanum hjá Englandsmeisturunum.

Leikur Real Madrid og Liverpool hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.