Tíðinda­lítið á suður­ströndinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Sigurðsson í baráttunni við Adam Lallana í dag.
Gylfi Sigurðsson í baráttunni við Adam Lallana í dag. Glyn Kirk/Getty

Brighton og Everton gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikin fyrir Everton.

Mikil meiðsli hafa herjað á Everton að undanförnu en Allan og Dominic Calvert Lewin voru meðal annars ekki með Everton á suðurströnd Englands, nánar tiltekið í Brighton í dag.

Gestirnir frá Bítlaborginni voru þó sterkari framan af. Þeir fengu aukaspyrnu á hættulegum stað eftir stundarfjórðung sem James Rodriguez skaut yfir og eftir hálftíma leik skallaði Tom Davies fram hjá úr fínu færi.

Neal Maupay fékk besta færi Brighton í fyrri hálfleiknum en Yerry Mina komst fyrir skotið á elleftu stundu. Staðan var markalaus er liðin gengu til búningsherbergja.

Hægt og rólega hertu heimamenn tökin og fengu nokkur ágætis marktækifæri án þess að skapa sér algjör dauðafæri. Aftur fékk Mupay besta færið en skotið framhjá. Everton skapaði sér fá færi og hafa oft verið beittari.

Að endingu var ekkert mark skorað. Everton er því áfram í áttunda sætinu með 48 stig, en á leik til góða fyrir liðin fyrir ofan sig. Brighon er í sextánda sætinu með 33 stig, sjö stigum frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.