Segja hryðjuverkaárás hafa verið gerða á kjarnorkuver í Íran Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2021 19:15 Loftmynd af kjarnorkuverinu Natanz sem írönsk yfirvöld segja að hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás í dag. Getty/DigitalGlobe Kjarnorkustofnun Íran segir að Natanz kjarnorkuverið hafi orðið fyrir hryðjuverkaárás í dag, aðeins tæpum sólarhring eftir að nýjar skilvindur, sem notaðar eru til þess að auðga úran, voru teknir í notkun í verinu. Bilun varð á rafmagni kjarnorkuversins og var bilunin fyrst talin slys. Nú hefur Kjarnorkustofnun Írans hins vegar gefið það út að líklega hafi ekki verið um slys að ræða heldur tölvuárás. Ali Akbar Salehi, yfirmaður Kjarnorkustofnunarinnar, sagði í dag að um kjarnorkuhryðjuverk hafi verið að ræða. Þá hafa fréttamiðlar í Ísrael ýjað að því að árásin hafi verið gerð af ísraelskum tölvuþrjótum. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem kjarnorkuverið verður fyrir slíkri árás, en eldur kom upp í kjarnorkuverinu í fyrra og hafa yfirvöld haldið því fram að tölvuárásum sé um eldinn að kenna. Skilvindurnar sem teknar voru í notkun í gær eru, eins og áður segir, notaðar til þess að auðga úran. Auðgaða úranið er svo hægt að nota sem eldsneyti eða til þess að búa til kjarnorkuvopn. Þetta brýtur gegn kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við vestrænar þjóðir árið 2015 og Bandaríkin sögðu sig úr einhliða árið 2018. Nú vinna Bandaríkin og Íran að því að blása lífi í samninginn og standa viðræður milli landanna yfir í Vín, með milligöngu Evrópusambandsins. Íran Kjarnorka Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. 2. apríl 2021 23:33 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Bilun varð á rafmagni kjarnorkuversins og var bilunin fyrst talin slys. Nú hefur Kjarnorkustofnun Írans hins vegar gefið það út að líklega hafi ekki verið um slys að ræða heldur tölvuárás. Ali Akbar Salehi, yfirmaður Kjarnorkustofnunarinnar, sagði í dag að um kjarnorkuhryðjuverk hafi verið að ræða. Þá hafa fréttamiðlar í Ísrael ýjað að því að árásin hafi verið gerð af ísraelskum tölvuþrjótum. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem kjarnorkuverið verður fyrir slíkri árás, en eldur kom upp í kjarnorkuverinu í fyrra og hafa yfirvöld haldið því fram að tölvuárásum sé um eldinn að kenna. Skilvindurnar sem teknar voru í notkun í gær eru, eins og áður segir, notaðar til þess að auðga úran. Auðgaða úranið er svo hægt að nota sem eldsneyti eða til þess að búa til kjarnorkuvopn. Þetta brýtur gegn kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við vestrænar þjóðir árið 2015 og Bandaríkin sögðu sig úr einhliða árið 2018. Nú vinna Bandaríkin og Íran að því að blása lífi í samninginn og standa viðræður milli landanna yfir í Vín, með milligöngu Evrópusambandsins.
Íran Kjarnorka Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. 2. apríl 2021 23:33 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. 2. apríl 2021 23:33
Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43