Erlent

Saknar pabba síns og þakkar fyrir kveðjurnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Filippus prins og Karl sonur hans. Filippus féll frá í gærmorgun, 99 ára gamall.
Filippus prins og Karl sonur hans. Filippus féll frá í gærmorgun, 99 ára gamall. Getty/Mark Cuthbert

Karl Bretaprins ávarpaði í dag bresku þjóðina vegna fráfalls föður hans, Filippusar prins, sem lést í gærmorgun 99 ára að aldri. Hann segir viðbrögðin hreyfa við fjölskyldunni sem sé þakklát öllum þeim sem minnist prinsins.

„Faðir minn hefur undanfarin 70 ár hefur þjónað drottningunni á einstakan hátt. Ekki bara henni heldur fjölskyldunni minni og landinu,“ sagði Karl í ávarpi sínu í dag fyrir hönd fjölskyldunnar.

„Eins og þið getið ímyndað ykkur söknum við fjölskyldan föður míns rosalega. Hann var elskaður og dáður og ég er hrærður yfir því hve margir, bæði hér og um heim allan, deila missi okkar og sorg,“ sagði Karl.

Hann segir föður sinn hafa verið einstaka manneskju og að Filippus hefði líklega verið agndofa yfir viðbrögðunum og fallegu orðunum sem sögð hafa verið um hann eftir að hann féll frá.

„Fyrir það erum við fjölskyldan mjög þakklát. Það mun drífa okkur áfram þrátt fyrir missinn.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.