Kanna hvort þingmaður hafi sýnt nektarmyndir í þingsal Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 12:38 Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann bar af sér sakir á viðburði „Kvenna fyrir Bandaríkin fyrst“ í Doral-klúbbi Trump fyrrverandi forseta í gær. AP/Marta Lavandier Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings kannar nú ásakanir um að Matt Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída, hafi sýnt myndir af nöktum konum í þingsal, framið kynferðisbrot og neytt ólöglegra lyfja. Dómsmálaráðuneytið rannsakar einnig hvort að Gaetz hafi greitt fyrir kynlíf og stundað mansal. Gaetz, sem er 38 ára gamall, er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Nýlega var greint frá því að dómsmálaráðuneytið hefði opnað rannsókn á því hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og gerst sekur um mansal með því að hafa greitt henni til að ferðast með sér á milli ríkja í Bandaríkjunum. Joel Greenberg, vinur Gaetz frá Flórída, hefur verið ákærður fyrir mansal á stúlku undir lögaldri. Vísbendingar eru um að hann semji nú við saksóknara um að veita þeim upplýsingar í rannsókninni á þingmanninum. Yfirvöld grunar að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum. Gaetz er sagður hafa stært sig af því að hann hafi hitt konur í gegnum Greenberg og jafnvel sýnt myndir af nöktum eða berbrjósta konum fólki sem hann hitti í samkvæmum. CNN-fréttastöðin hafði eftir heimildarmanni að Gaetz hefði sýnt sér slíka mynd í þingsal fulltrúadeildarinnar í Washington-borg. Washington Post segir að rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar beinist ekki aðeins að meintu kynferðislegu misferli Gaetz heldur einnig ásökunum um að hann hafi msibeitt opinberum gagnagrunni með persónuupplýsingum, notað kosningasjóði í persónulega þágu og þegið gjafir sem þingmenn mega ekki þiggja. Greenberg er meðal annars sakaður um að hafa sem skattinnheimtustjóri í Seminole-sýslu nýtt sér gagnagrunn til að framleiða fölsuð skilríki fyrir ungar konur sem hann átti í kynferðislegu sambandi við. Siðanefndin getur ávítað þingmenn, sektað þá og jafnvel vísað af þingi. Rannsóknir hennar taka yfirleitt fleiri mánuði og lýkur þeim að jafnaði með skýrslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjálfur heldur Gaetz, sem hefur ekki verið ákærður fyrir glæp, því fram að rannsóknirnar séu einhvers konar ofsóknir gegn sér vegna pólitíska skoðana sinna. Rannsóknin hófst þó í tíð Trump forseta. Bandaríkin Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Gaetz, sem er 38 ára gamall, er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Nýlega var greint frá því að dómsmálaráðuneytið hefði opnað rannsókn á því hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og gerst sekur um mansal með því að hafa greitt henni til að ferðast með sér á milli ríkja í Bandaríkjunum. Joel Greenberg, vinur Gaetz frá Flórída, hefur verið ákærður fyrir mansal á stúlku undir lögaldri. Vísbendingar eru um að hann semji nú við saksóknara um að veita þeim upplýsingar í rannsókninni á þingmanninum. Yfirvöld grunar að Greenberg hafi séð Gaetz fyrir ungum konum. Gaetz er sagður hafa stært sig af því að hann hafi hitt konur í gegnum Greenberg og jafnvel sýnt myndir af nöktum eða berbrjósta konum fólki sem hann hitti í samkvæmum. CNN-fréttastöðin hafði eftir heimildarmanni að Gaetz hefði sýnt sér slíka mynd í þingsal fulltrúadeildarinnar í Washington-borg. Washington Post segir að rannsókn siðanefndar fulltrúadeildarinnar beinist ekki aðeins að meintu kynferðislegu misferli Gaetz heldur einnig ásökunum um að hann hafi msibeitt opinberum gagnagrunni með persónuupplýsingum, notað kosningasjóði í persónulega þágu og þegið gjafir sem þingmenn mega ekki þiggja. Greenberg er meðal annars sakaður um að hafa sem skattinnheimtustjóri í Seminole-sýslu nýtt sér gagnagrunn til að framleiða fölsuð skilríki fyrir ungar konur sem hann átti í kynferðislegu sambandi við. Siðanefndin getur ávítað þingmenn, sektað þá og jafnvel vísað af þingi. Rannsóknir hennar taka yfirleitt fleiri mánuði og lýkur þeim að jafnaði með skýrslu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjálfur heldur Gaetz, sem hefur ekki verið ákærður fyrir glæp, því fram að rannsóknirnar séu einhvers konar ofsóknir gegn sér vegna pólitíska skoðana sinna. Rannsóknin hófst þó í tíð Trump forseta.
Bandaríkin Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira