Lingard sjóðandi heitur og West Ham í fjórða sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lingard hefur verið magnaður í búningi West Ham.
Lingard hefur verið magnaður í búningi West Ham. John Walton/Getty

West Ham vann sigur á Leicester í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en lokatölur urðu 3-2 sigur Hamranna á Ólympíuleikvanginum.

Jesse Lingard kom West Ham yfir á 29. mínútu með góðu skoti eftir fyrirgjöf Vladimar Coufal og Lingard var ekki hættur.

Hann skoraði einnig annað mark West Ham. Markið kom á 44. mínútu eftir undirbúning Jarrod Bowen en þannig stóðu leikar í hálfleik.

Lingard verið magnaður síðan að hann kom til félagsins en eftir að hafa lagt upp annað markið skoraði Jarrod Bowen það þriðja.

West Ham hélt veislunni áfram en á 54. mínútu skoraði Issa Diop fjórða markið en það var dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun VARsjánnar.

Kelechi Iheanacho minnkaði muninn fyrir gestina á 70. mínútu og á 92. mínútu minnkaði Iheanacho muninn í 3-2 en nær komust gestirnir ekki. Lokatölur 3-2.

West Ham er í fjórða sætinu með 55 stig en Leicester er sæti ofar með 56 stig. Chelsea er í fimmta sætinu með 54 stig og Liverpool er í sjötta sætinu með 52 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira