Erlent

Fyrst til að fá lungnaígræðslu úr lifandi líf­­færa­gjafa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Konan er sú fyrsta í heiminum til þess að fá lungnaígræðslu frá lifandi líffæragjafa.
Konan er sú fyrsta í heiminum til þess að fá lungnaígræðslu frá lifandi líffæragjafa. Getty

Japönsk kona varð í dag sú fyrsta til þess að fá lungnaígræðslu frá líffæragjafa sem er á lífi. Konan hafði orðið fyrir því að líffæri hennar biluðu í kjölfar þess að hún smitaðist af kórónuveirunni og fékk hún hluta úr lungum sonar síns og eiginmanns.

Læknar í Kyoto vona að konan muni ná sér að fullu á næstu mánuðum.

Biðtími fyrir lungnaígræðslu – í tilfellum þar sem líffæragjafarnir eru látnir – eru mjög langir, bæði í Japan og annars staðar í heiminum.

Aðgerðin tók um ellefu klukkutíma og fór fram á háskólasjúkrahúsinu í Kyoto. Ástand konunnar og líffæragjafanna tveggja er talið stöðugt að sögn lækna.

Tugir hafa hlotið ígræðslur vegna afleiðinga kórónuveirusýkingar í Kína, Evrópu og Bandaríkjunum en í öllum tilfellum hafa lungu úr látnum líffæragjöfum verið notuð. Að sögn sjúkrahússins í Tokyo er biðtíminn eftir slíkri ígræðslu áralöng.

Þegar í ljós kom að konan, sem hafði ýmsa undirliggjandi sjúkdóma, þyrfti á lungnaígræðslu að halda til þess að lifa af þær skemmdir sem veiran veitti líkama hennar, ákváðu sonur hennar og eiginmaður að bjóða eigin lungu til hennar bjargar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×