Líkti fremstu mönnum Arsenal við litla mafíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2021 13:30 Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette fengu á baukinn frá Gary Neville. getty/Stuart MacFarlane Gary Neville líkti sóknarmönnum Arsenal við litla mafíu sem hefðu snúist gegn stjóra liðsins, Mikel Arteta. Neville sagðist hafa þótt mjög óþægilegt að horfa á Arsenal í 3-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. „Í hálfleik fannst mér það sem ég hafði séð mjög óþægilegt. Eftir leikinn sat ég aðeins lengur og talaði við Martin Tyler. Mér leið ekki vel með það sem ég sá,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Það hefur nokkrum sinnum gerst í gegnum árin að ég hef reiðst eftir leiki en það er mjög sjaldgæft. Ég man eftir að QPR var lið sem ég var alls ekki hrifinn af þegar við vorum að byrja með Monday Night Football, mér fannst eitthvað rangt við Sunderland og nokkrum sinnum fannst mér Chelsea snúast gegn stjóranum sínum.“ Neville sagðist hafa upplifað það sama þegar hann horfði á leikmenn Arsenal. „Á laugardaginn fannst mér nokkrir leikmenn framarlega á vellinum vera eins og lítil mafía. Þetta virtist vera lítill hópur leikmanna sem leið ekki vel, eins og tengingin milli þeirra og stjórans væri ekki til staðar. Það leit út eins og stjórinn hefði fengið sig fullsaddan af þeim,“ sagði Neville. Hann sakaði fremstu menn Arsenal um að leggja sig ekki nógu mikið fram í leiknum gegn Liverpool og sagði að Martin Ødegaard hefði verið sá eini sem hefði reynt að pressa. „Ég myndi ganga svo langt að segja að hinir hefðu verið grín. Það var engin orka. Calum Chambers, sá heiðarlegi drengur, var að reyna að ýta við Nicolas Pepe. Mér fannst vanta meira framlag frá þeim,“ sagði Neville. „Mikel Arteta sagðist hafa verið brugðið. Ég held að hann hafi verið í áfalli yfir því sem hann sá frá fremstu mönnum sínum þegar Arsenal var ekki með boltann. Ég gæti sýnt tuttugu dæmi um það.“ Arsenal er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Neville sagðist hafa þótt mjög óþægilegt að horfa á Arsenal í 3-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. „Í hálfleik fannst mér það sem ég hafði séð mjög óþægilegt. Eftir leikinn sat ég aðeins lengur og talaði við Martin Tyler. Mér leið ekki vel með það sem ég sá,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Það hefur nokkrum sinnum gerst í gegnum árin að ég hef reiðst eftir leiki en það er mjög sjaldgæft. Ég man eftir að QPR var lið sem ég var alls ekki hrifinn af þegar við vorum að byrja með Monday Night Football, mér fannst eitthvað rangt við Sunderland og nokkrum sinnum fannst mér Chelsea snúast gegn stjóranum sínum.“ Neville sagðist hafa upplifað það sama þegar hann horfði á leikmenn Arsenal. „Á laugardaginn fannst mér nokkrir leikmenn framarlega á vellinum vera eins og lítil mafía. Þetta virtist vera lítill hópur leikmanna sem leið ekki vel, eins og tengingin milli þeirra og stjórans væri ekki til staðar. Það leit út eins og stjórinn hefði fengið sig fullsaddan af þeim,“ sagði Neville. Hann sakaði fremstu menn Arsenal um að leggja sig ekki nógu mikið fram í leiknum gegn Liverpool og sagði að Martin Ødegaard hefði verið sá eini sem hefði reynt að pressa. „Ég myndi ganga svo langt að segja að hinir hefðu verið grín. Það var engin orka. Calum Chambers, sá heiðarlegi drengur, var að reyna að ýta við Nicolas Pepe. Mér fannst vanta meira framlag frá þeim,“ sagði Neville. „Mikel Arteta sagðist hafa verið brugðið. Ég held að hann hafi verið í áfalli yfir því sem hann sá frá fremstu mönnum sínum þegar Arsenal var ekki með boltann. Ég gæti sýnt tuttugu dæmi um það.“ Arsenal er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira