Enginn Sancho eða Lingard á EM ef Neville eða Carragher fengu að ráða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 08:30 Þessir tveir eru ekki á leiðinni á EM ef Gary Neville og Jamie Carragher hafa rétt fyrir sér. Nick Potts/Getty Images Í Monday Night Football í gærkvöld fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir hvaða 23 leikmenn þeir vilja sjá fara á Evrópumótið í knattspyrnu í sumar fyrir Englands hönd. Venjulega fara sparkspekingarnir, og fyrrverandi atvinnumennirnir, Neville og Carragher yfir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem og það helsta sem gerðist í umferðinni sem var að klárast. Í gær fóru þeir hins vegar einnig yfir enska landsliðið og hvaða leikmenn þeim finnst eiga skilið að fara á EM í sumar. Bæði Neville og Carragher eru fyrrverandi enskir landsliðsmenn og fóru á nokkur stórmótin á sínum tíma.Carragher lék 38 landsleiki fyrir England og fór á EM 2004, HM 2006 og HM 2010. Neville lék 85 leiki, fór á þrjú Evrópumót og tvær heimsmeistarakeppnir. Þá var hann aðstoðarþjálfari enska landsliðsins sem fór á EM 2012 og HM 2014. Athygli vekur að hvorugur þeirra valdi Jadon Sancho [Borussia Dortmund] eða Jesse Lingard [West Ham United, á láni frá Man Utd]. Sancho hefur verið frábær undanfarið með Dortmund þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu. Lingard hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham og er einn heitasti leikmaður deildarinnar. They agreed on most... After much debate, @GNev2 and @Carra23 picked their #Euro2020 England squads on Monday Night Football — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2021 Þó lið þeirra hafi í grunninn verið mjög lík þá voru nokkrir hlutir sem þessir fyrrum leikmenn Manchester United og Liverpool voru ekki sammála um. Neville vildi til að mynda taka átta varnarmenn með á meðan Carragher valdi níu í sitt lið. Fyrstu sjö voru eins en á meðan Neville vildi sjá Eric Dier [Tottenham Hotspur] fara með þá valdi Carragher þá Conor Coady [Wolves] og Reece James [Chelsea]. Sá síðarnefndi var valinn á kostnað Mason Greenwood [Manchester United] en hann var í hópnum sem Neville valdi. Þeir 23 leikmenn sem Gary Neville vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports Þá voru þeir ekki sammála hver ætti að vera sjötti og síðasta miðjumaður liðsins. Neville vildi taka James Ward-Prowse [Southampton] á meðan Carragher vildi taka hinn unga Jude Bellingham [Dortmund] með. Kalvin Phillips [Leeds United] var í báðum leikmannahópum og ljóst að þeir sjá hann fyrir sér í öðrum af tveimur stöðum á miðjunni ef Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, heldur sig við 3-4-3 leikkerfi sitt. Þá var Jack Grealish [Aston Villa] einnig í báðum leikmannahópunum þó hann sé meiddur sem stendur og í raun óvíst hvort Southgate treysti honum á stóra sviðinu. Þeir 23 leikmenn sem Jamie Carragher vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports England verður í D-riðli á EM í sumar ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi. Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Venjulega fara sparkspekingarnir, og fyrrverandi atvinnumennirnir, Neville og Carragher yfir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem og það helsta sem gerðist í umferðinni sem var að klárast. Í gær fóru þeir hins vegar einnig yfir enska landsliðið og hvaða leikmenn þeim finnst eiga skilið að fara á EM í sumar. Bæði Neville og Carragher eru fyrrverandi enskir landsliðsmenn og fóru á nokkur stórmótin á sínum tíma.Carragher lék 38 landsleiki fyrir England og fór á EM 2004, HM 2006 og HM 2010. Neville lék 85 leiki, fór á þrjú Evrópumót og tvær heimsmeistarakeppnir. Þá var hann aðstoðarþjálfari enska landsliðsins sem fór á EM 2012 og HM 2014. Athygli vekur að hvorugur þeirra valdi Jadon Sancho [Borussia Dortmund] eða Jesse Lingard [West Ham United, á láni frá Man Utd]. Sancho hefur verið frábær undanfarið með Dortmund þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu. Lingard hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham og er einn heitasti leikmaður deildarinnar. They agreed on most... After much debate, @GNev2 and @Carra23 picked their #Euro2020 England squads on Monday Night Football — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2021 Þó lið þeirra hafi í grunninn verið mjög lík þá voru nokkrir hlutir sem þessir fyrrum leikmenn Manchester United og Liverpool voru ekki sammála um. Neville vildi til að mynda taka átta varnarmenn með á meðan Carragher valdi níu í sitt lið. Fyrstu sjö voru eins en á meðan Neville vildi sjá Eric Dier [Tottenham Hotspur] fara með þá valdi Carragher þá Conor Coady [Wolves] og Reece James [Chelsea]. Sá síðarnefndi var valinn á kostnað Mason Greenwood [Manchester United] en hann var í hópnum sem Neville valdi. Þeir 23 leikmenn sem Gary Neville vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports Þá voru þeir ekki sammála hver ætti að vera sjötti og síðasta miðjumaður liðsins. Neville vildi taka James Ward-Prowse [Southampton] á meðan Carragher vildi taka hinn unga Jude Bellingham [Dortmund] með. Kalvin Phillips [Leeds United] var í báðum leikmannahópum og ljóst að þeir sjá hann fyrir sér í öðrum af tveimur stöðum á miðjunni ef Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, heldur sig við 3-4-3 leikkerfi sitt. Þá var Jack Grealish [Aston Villa] einnig í báðum leikmannahópunum þó hann sé meiddur sem stendur og í raun óvíst hvort Southgate treysti honum á stóra sviðinu. Þeir 23 leikmenn sem Jamie Carragher vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports England verður í D-riðli á EM í sumar ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi.
Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira