Enski boltinn

Mourinho kennir leikmönnum um töpuð stig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jose Mourinho segir það ekki vera sér að kenna að Tottenham tapi stigum þegar þeir hafa náð forystu.
Jose Mourinho segir það ekki vera sér að kenna að Tottenham tapi stigum þegar þeir hafa náð forystu. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Tottenham mistókst í gær að vinna Newcastle eftir að hafa verið 2-1 yfir stutt var til leiksloka. Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem það gerist, en liðið hefur nú tapað 13 stigum eftir að hafa verið yfir þegar innan við 15 mínútur eru eftir.

Jose Mourinho, þjálfari Tottenham, segir þetta vera leikmönnum liðsins að kenna en ekki sér.

Þessi 58 ára þjálfari hafði unnið sér inn orðspor sem taktískur snillingur og varnarsinnaður þjálfari, en Tottenham hefur ekki náð að verja það forskot sem þeir ná undir hans stjórn.

En hverjum er það að kenna að Tottenham kastar ítrekað frá sér forystunni?

„Sami þjálfari, aðrir leikmenn,“ var svar Mourinho við þeirri spurningu. „Þetta eru mistök sem ég ætti líklega ekki að kalla mistök því þau eru tengd gæðum leikmanna minna.“

Með sigri hefði Tottenham lyft sér upp í fjórða sæti og þar með sett alvöru pressu í baráttunni um meistaradeildarsæti, en þurfa nú aftur að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum ætli þeir sér að spila í deild þeirra bestu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.